Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 6
sér grein fyrir 'því, hversu útgáfu tímaritsins verði hag- anlegast fyrir komið til fram'búðar. Ákveðið hefur verið, að tímaritið komi út i sama broti sem hingað til, þótt brotið hafi að vísu sætt nokkurri gagnrýni, enda fer ekki vel á því að breyta til í þessu efni, m. a. vegna til- lits til bókbands o. fl. Stjórn félagsins telur, að nauð- synlegt sé að ákveða stærð tímaritsins með nokkru svig- rúmi, þar sem mikil áraskipti geta verið að því, hversu timariti, sem þessu verði vel til fanga. Verður við það mið- að, að árgangur verði yfirleitt ekki minni en 3 hefti af svip- aðri stærð og tíðkazt hefur að undanförnu, en hins veg- ar sé hægt að fara fram úr því lágmarki, ef efniviður er til. Um stjórn tímaritsins var ákveðið að hverfa frá iþeirri tilhögun, að hafa sérstaka ritnefnd við hlið ritstjóra. Heppilegra þótti að ráða tvo ritstjóra, en stjórn félagsins jnði þeim síðan til ráðuneytis, eftir því sem þörf þætti. Var þegar ákveðið að leita til prófessors Theódórs B. Lindals um að halda áfram ritstjórn, en liann hefur rit- stýrt síðustu fimm árgöngum tímaritsins og lagt í það verk mikla vinnu. Annar ritstjóri hefur verið ráðinn Baldvin Trjrggvason cand. jur., forstjóri Almenna bóka- félagsins, en liann mun ekki taka við störfum, fyrr en með upphafi árgangsins 1961. Væntir Lögfræðingafélag- ið sér mikils af þessum tveimur mönnum, sem valizt hafa til ritstjórnarstarfa. 1 stjórn Lögfræðingafélagsins ríkir mikill áhugi á því að hefja öfluga sókn i málefnum timaritsins. Ivosta þarf kapps um að fjölga áskrifendum tímaritsins, og er það naumast vanzalaust, að nokkur íslenzkur lögfræð- ingur sé svo tómlátur um menningarleg og fagleg mál- efni stéttar sinnar, að hann hirði ekki um að gerast áskrifandi tímaritsins. Stjórnin hefur hug á að brevta efni tímaritsins að þvi leyti, að meira verði þar af frétt- um um stéttarmenn en nú er og meira verði sinnt al- mennum hagsmunamálum stéttarinnar eða einstakra 4 Tímarit lögfræOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.