Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Blaðsíða 41
hér á landi hafa menn oft og einatt ekki sinnu á að aflýsa skjölum, sem fallið hafa úr gildi. Hefir því verið gripið til þess ráðs að setja sérstök lög um afmáningu veðskulda- bréfa úr þinglýsingarbókum, sbr. lög 16/1893, 20/1897, 20/1933 og 64/1942. Síðastgreindu lögin heimila að afmá veðskuldbindingar, sem stofnað er til fyrir 1. jan. 1920. Sérlög þessi hafa að því leyti misst marks, að þau lieimila aðeins afmáningu á veðskuldabréfum, en ekki annars kon- ar kvöðum á eign. Enn fremur er þess að geta, að í ýms- um þinglýsingarumdæmum mun ekki hafa verið gerð gangskör að því að kanna þinglýsingarbækur í sambandi við sérlög þessi, og Iiefir þá allsherjarhreinsun farizt fyrir. Loks er sá annmarki á slíkum sérlögum, að réttliafar vita ekki fyrirfram, hve langvinn réttaráhrif þinglýsingar eru, og birting á dómstefnum í Lögbirtingablaði getur auðveld- lega farið fram hjá mönnum. Haganlegast mun hér að stemma á að ósi, með því að kveða í þinglýsingarlögum skýrt á um tímabundið gildi þinglýsinga. Fellur þá réttar- verndin niður, er sá tiltekni timi er liðinn, sem lögmæltur er, nema rétti sé þinglýst að nýju, áður en tímabil þetta er útrunnið. Rétthafar vita hér að hverju þeir ganga, og slikt skipulag er til mikils hagræðis fjTrir þinglýsingardómara, sem getur afmáð skjal án frekari umsvifa, þegar hinn lög- mælti tími er á enda. Á þessum sjónarmiðum eru ákvæði 35.—38. gr. frv. reist, og eru þau nýmæli í íslenzkum þing- iýsingarlögum. Almenna reglan er sú samkv. 35. gr., að réttaráhrif þinglýsingar á haft eða kvöð fellur niður, þeg- ar 30 ár eru liðin frá þinglýsingu þess, en áhrif þinglýs- ingar á veðrétt, sem stofnast fyrir réttargerð, falla ekki brott, fyrr en 5 ár eru liðin frá því að i’éttargerð var þing- lýst. Sérreglur eru um kyrrsetningargerðir og lögbanns- gerðir, og einnig eru sérstök ákvæði í 36. gr. um skjöl, sem tiltaka ákveðið gildistimabil eða greina lágmarkstima um gildi skjals. Um það, hvenær má skuli veðbréf í skráningarskvldum skipum, minni en 5 smálestir, og bif- reiðum, sjá 44. gr. og í öðru lausafé, sjá 48. gr. 4. mgr. Sjá Tímarit lögfrœöinga 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.