Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Blaðsíða 41
hér á landi hafa menn oft og einatt ekki sinnu á að aflýsa
skjölum, sem fallið hafa úr gildi. Hefir því verið gripið
til þess ráðs að setja sérstök lög um afmáningu veðskulda-
bréfa úr þinglýsingarbókum, sbr. lög 16/1893, 20/1897,
20/1933 og 64/1942. Síðastgreindu lögin heimila að afmá
veðskuldbindingar, sem stofnað er til fyrir 1. jan. 1920.
Sérlög þessi hafa að því leyti misst marks, að þau lieimila
aðeins afmáningu á veðskuldabréfum, en ekki annars kon-
ar kvöðum á eign. Enn fremur er þess að geta, að í ýms-
um þinglýsingarumdæmum mun ekki hafa verið gerð
gangskör að því að kanna þinglýsingarbækur í sambandi
við sérlög þessi, og Iiefir þá allsherjarhreinsun farizt fyrir.
Loks er sá annmarki á slíkum sérlögum, að réttliafar vita
ekki fyrirfram, hve langvinn réttaráhrif þinglýsingar eru,
og birting á dómstefnum í Lögbirtingablaði getur auðveld-
lega farið fram hjá mönnum. Haganlegast mun hér að
stemma á að ósi, með því að kveða í þinglýsingarlögum
skýrt á um tímabundið gildi þinglýsinga. Fellur þá réttar-
verndin niður, er sá tiltekni timi er liðinn, sem lögmæltur
er, nema rétti sé þinglýst að nýju, áður en tímabil þetta er
útrunnið. Rétthafar vita hér að hverju þeir ganga, og slikt
skipulag er til mikils hagræðis fjTrir þinglýsingardómara,
sem getur afmáð skjal án frekari umsvifa, þegar hinn lög-
mælti tími er á enda. Á þessum sjónarmiðum eru ákvæði
35.—38. gr. frv. reist, og eru þau nýmæli í íslenzkum þing-
iýsingarlögum. Almenna reglan er sú samkv. 35. gr., að
réttaráhrif þinglýsingar á haft eða kvöð fellur niður, þeg-
ar 30 ár eru liðin frá þinglýsingu þess, en áhrif þinglýs-
ingar á veðrétt, sem stofnast fyrir réttargerð, falla ekki
brott, fyrr en 5 ár eru liðin frá því að i’éttargerð var þing-
lýst. Sérreglur eru um kyrrsetningargerðir og lögbanns-
gerðir, og einnig eru sérstök ákvæði í 36. gr. um skjöl,
sem tiltaka ákveðið gildistimabil eða greina lágmarkstima
um gildi skjals. Um það, hvenær má skuli veðbréf í
skráningarskvldum skipum, minni en 5 smálestir, og bif-
reiðum, sjá 44. gr. og í öðru lausafé, sjá 48. gr. 4. mgr. Sjá
Tímarit lögfrœöinga
39