Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 13
arkerfið væri mjög í brotum og i ólestri, en slíkt hlyti að standa allri lánastarfsemi í þjóðfélaginu fyrir þrifum. Skoðanir Jóns yfirdómara á þessum málum virðast vera vel grundaðar, og það gefur þeim aukinn styrk, að hér kló sá maður, sem kvnnzt hafði af eigin raun þeim þing- lýsingarháttum og því þinglýsingarkerfi, sem einna mest- um þroska hafði náð í Evrópu um þessar niundir. Vitnis- burður höf. er ljóst dæmi þess, hve náin tengsl eru milli eðlilegrar lánastarfsemi í þjóðfélagi og trausts þing- lýsingarkerfis. Er það ómælt, liver örlagavaldur það hefir verið fyrir þroska íslenzks þjóðfélags og íslenzkra hjarg- ræðisvega, að sæmilega öruggu þinglýsingarkerfi varð ekki komið á stofn liér á landi fyrr en löngu eftir að þau mál komust á öruggan grundvöll í Danmörku og Noregi, svo og að reglur um sjálfsvörzluveðsetningar voru ekki lög- festar hér á landi fvrr en röskri tveimur og hálfri öld eftir að þær voru lögleiddar í Danmörku. II. Næstu áratugina áður en framangreind lnigvekja Jóns yfirdómara kom út, hafði ríkt hin mesta réttaróvissa hér á landi um það, livað væru lög um þinglýsingar og um framkvæmd þeirra mála. Ákvæði N. og D.L. Ivristjáns V., sem voru tiltölulega skýr um þetta efni, voru lengi vel ekki lögfest liér á landi, svo sem kemur fram í dómi Lands- yfirdómsins 14. maí 1810 (1/329), shr. einnig lyfd. IV/108 —9, 116. Með tilsk. 7. fehr. 1738 var komið við nýskipan i Danmörku og Noregi á þinglýsingarmálum, en það laga- hoð var ekki lögfest hér á landi. Á 18. öldinni tók það að tíðkast, væntanlega um 1730, að ýmsir eignagern- ingar voru lesnir í lögþinginu og skráðir i lögþingisbók- ina, en þeir munu einnig hafa verið lesnir á manntals- þingum hjá sýslumönnum. Sýnist nokkuð liafa verið á huldu um það, liveri gildi iýsing skjala hefði á lögþing- inu eða hvort lýsing þeirra þar væri skilyrði fyrir gildi þinglýsingar, sbr. op.hr. 14. apr. 1759 og ráðun.hr. 13. Timarit lögfrœöinga 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.