Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 33
D. Þing-lýsing, er varðar fasteignir. 1. Efni og form skjala. 1 21. og 23. gr. frv. er rætt um skjöl, sem geyma skil- orð. Segir í 21. gr. um afsöl, að þeim verði ekki þinglýst sem eignarheimild, ef þau séu háð öðrum skilyrðum um yfirfærslu eignarréttar en greiðslu kaupverðs innan tiltekins frests. Ef afsal er t. d. háð samþykki 3Tfirvalda um aðiljaskipti eða þriðja manns, svo sem forkaups- réttarhafa, verður því ekki þinglýst sem eignarheimild. Hins vegar getur það allt að einu verið þingh'Tsingartækt, t. d. sem kvöð á eign. Er mjög mikilvægt að skapa hrein- ar línur í þessu efni með því að áskilja að afsal sé af- dráttarlaust. — Um önnur skjöl en afsöl segir almennt svo í 23. gr. frv., að þau megi vera skilorðsbundin, en efni þeirra verður þó að vera endanlega ákveðið. Sér- ákvæði eru um tryggingarbréf. í 22. gr. frv. eru nýmæli um vottfestingu skjala, sem þinglýsa á, sbr. þó 7. gr. veðlaga. Um afsöl og veðbréf er þar áskilið, að undirskrift sé staðfest af notario pu- blico, héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni eða fulltrúum þeirra, löggiltum fasteignasala eða tveimur vitundarvott- um. Taka ber skýlaust fram, að útgefandi hafi ritað nafn sitt eða kannazt við undirskrift sina í viðurvist þess eða þeirra, sem undirskrift staðfesta, svo og að viðkomandi hafi verið fjárróða á greindum tíma. Ritun undir sam- þykki samkv. 24. gr. frv. skal staðfesta með sama hætti. Samkv. 33. gr. frv. eru sérstök gildisáhrif tengd við þing- lýst skjöl, og er m. a. af þeim sökum mikilvægt að tryggja það eftir föngum, að þau skjöl, sem afhent eru til þing- lýsingar, séu gild. Ákvæðið tekur aðeins til afsala og veðbréfa, en t. d. ekki til skjala um umferðarréttindi og ekki lieldur til framsals á veðbréfi. Þau afsöl og veðbréf, sem stafa frá opinberum aðiljum, eru undanþegin álcvæði um staðfestingu. Ef áskilnaði þessa ákvæðis er ekki sinnt, ber að vísa skiali frá þinglýsingu, sbr. 6. gr. 1. málsgr. Tímarit lögfrœöinga 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.