Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Blaðsíða 19
Er þvi lilutverk lýsingar allt annað en áður var, og er
birtingin nú aðeins kvnningaraðferð.
Lögin nr. 30/1928 varða fyrst og fremst hinn formlega
eða tæknilega þátt þinglýsingar. Efnisreglur laganna eru
hins vegar af skornum skammti, og eru þær nánast ein-
skorðaðar við 8. gr. Þótt lögin skorti yfirleitt reglur um
gildi þinglýsingar, nam 16. gr. þeirra úr gildi þágildandi
efnisreglur um þinglýsingar, D.L. 5-3-28 til 30 og tilsk.
24. apr. 1833. Þau mistök munu stafa af því, að á sama
þingi og þvi, sem afgreiddi frv. til þinglýsingarlaga, var
samþykkt þingsályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórn-
ina „að leggja fvrir næsta þing frv. til laga um, hvaða
skjölum slculi þinglýsa og um þýðingu og gildi þinglýs-
ingar“, sjá Alþ.tið. 1928, A, þskj. 145. Samþykkt þings-
ályktunar þessarar réttlætti að sjálfsögðu ekki brottfell-
ingu efnisreglnanna um þinglýsingar að svo vöxnu máli,
og úr því varð ekki fyrr en 1959, að frv. til þinglýsing-
arlaga yrði flutt á Alþingi.
Þrátt fvrir skýlaust afnám eldri efnisreglna um þing-
lýsingar, hafa fræðimenn verið á einu máli um, að beita
beri svipuðum reglum um gildi þinglýsingar og fyrr gerð-
ist, sbr. t. d. Ólaf Lárusson: Fj’rirlestra i eignarrétti,
bls. 92 og Einar Arnórsson: Ivyrrsetningu og lögbann,
bls. 29. í lagaframkvæmdinni er og að slíkum reglum
farið, t. d. hrd. IX/41 og XXVI/39, og þær helgast af
ýmsum siðari tíma lögum, svo sem lögum um uppboð
og u,— kvrrsetningu og lögbann.
Með eml. 1936 var til þess stofnað að lcsa skyldi skrár
um þinglýst skjöl á bæjarþingum í kaupstöðum, er hej^ja
skyldi vikulega. Þessi framkvæmd komst fljótlega á i
Revkjavík, en ekki í öðrum kaupstöðum, að því er ætla
verður, fyrr en 1957. Með lögum 65/1943, 3. gr. var brevt-
ing gerð á tilhögun á hirtingu þinglýstra skjala i Reykja-
vik, og verður hennar siðar getið. Enn fremur bjóða lög
nr. 11/1957 að lesa skuli á bæjarþingum í kaupstöðum
utan Reykjavíkur skrá um þinglýst skjöl, sem borizt hafa
Tímarit lögfrœöinga
17