Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 53
4. Fangelsi. 5. öryggisgæzlu. Um fangelsamál eru lög nr. 29, 1. febrúar 1936, lög nr. 26, 7. marz 1928 (vinnuhæli ríkisins) og tilskipun 4. marz 1871, um byggingu hegningarhúss og fangelsa á Islandi m. fl. Ríkið er eigandi hegningarhússins í Reykjavík og vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Samkvæmt lögum nr. 29, 1. febrúar 1936, skal byggingarkostnaður fangelsa greið- ast að hálfu úr ríkissjóði, en að hálfu úr hlutaðeigandi bæj- arsjóði eða sveitarsjóði. Mun þannig farið um stofnkostn- að allra fangelsa á landinu að hegningarhúsinu í Reykja- vík og vinnuhælinu á Litla-Hrauni undanskildum. Ríkið kostar að öllu leyti rekstur vinnuhælisins á Litla-Hranni, en annarra fangelsa að hálfu móti hlutaðeigandi bæjar- arsjóði eða sveitarsjóði. Verður nú rakið hvað til er í landinu af stofnunum, sem gegna framanskráðum hlutverkum. Hef: ég aflað skriflegra upplýsinga allra lögreglustjóra landsins um ástand fang- elsamála í lögsagnarumdæmum þeirra og skoðað í sumar flestöll fangahús landsins. Er eftirfarandi greinargerð um fangahúsin byggð á þessu hvoru tveggja. Núverandi fangelsi landsins. 1. R e y k j av ík Þar eru tvö fangelsi: Hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9 og lögreglustöðvarkj allarinn. a. Hegningarhúsið Hús þetta, sem er úr höggnum steini með gólfum og loftum úr timbri, var byggt á árunum 1871—1874. Hefir það, síðan það var tekið í notkun í ársbyrjun 1875, verið aðalfangelsi landsins, að vísu við hlið vinnuhælisins á Litla-Hrauni síðan það var stofnsett árið 1929. Húsið er tvær hæðir og ris, án kjallará. Ris er ónothæft nema sem geymsla. Á efri hæð er bæjarþingstofa Reykja- Tímarit lögfrœöinga 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.