Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 25
25. og 52. gr. í'rv., og verður þetta atriði rætt frekar hér síðar. Hitt nýmælið er í lok 1. málsgr. 6. gr. frv. þar sem segir, að vísa megi skjali frá þinglýsingu, ef þing- lýsing sé bersýnilega óþörf til verndar rétti. í þessu til- viki ber að vísa skjali frá þinglýsingu samkv. dönslcum og norskum þinglýsingarlögum. Hér á landi mun vera mjög fátitt, að skjölum sé visað frá fyrir þessar sakir, en vissulega er það keppikefli fvrir þinglýsingarstarf- semina, að dómendur vinzi úr þeim skjölum, sem að þeim eru rétt — skjöl, sem bersýnilega er óþarft að þing- lýsa, en sæta þó þinglýsingu, eru lík í lest þinglýsingar- starfseminnar. Við samningu frv. þótti það þjálli tilhög- un, að orða ákvæði þetta sem heimildarákvæði, og er það með þeim hætti nægilega traustur grundvöllur fvrir dómendur til þess að hafna skjölum, en skapar þeim hins vegar ekki jafn mikil vandkvæði eins og skvldubundið ákvæði myndi gera. Er og stundum nokkurt álitamál, hvort þinglýsing sé óþörf til verndar rétti eða ekki. Um það atriði, hvaða réttindi séu liáð þinglýsingu, eru ákvæði í 29.—32. gr. frv. Um viðbrögð við ágalla á skjali, sem óskast þinglýst, er þrennt til samkv. 6. gr. frv., 1. að skylt sé að visa skjali frá, 2. að heimilt sé að gera það og 3. að skjal sé tækt, en rita beri athugasemd á skjalið um ágalla. Er fjallað um síðastnefnda úrræðið i 4. málsgr. 6. gr. 1 7. gr. eru ákvæði um viðtöku skjala til þinglýsing- ar og þá könnun, sem á að fara fram af hálfu dómara á þvi stigi. I dönsku, norsku og sænsku þinglýsingarlög- unum er gangur þinglýsingarmáls sá, að dómari kannar, þegar er honum herst skjal, livort nokkrir vtri, sýnilegir ágallar séu á því. Ef svo er ekki, færir dómari skjal í dagbók, og teljast forgangsáhrif þinglýsingar frá dag- bókarfærslu skjals. Eftir að skjal hefur verið fært í dag- bók, skal dómari kanna að nýju, hvort nokkuð sé til fyrirstöðu þinglýsingu, og verður skjal eklci fært í þing- lýsingarbók, fvrr en dómari hefur gengið til þrautar úr Tímarit lögfr^öinga 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.