Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 52
brotamenn til öryggisgæzlu og er þá einkum átt við geð- veika menn, geðveila og andlega vanþroska. Samlrvæmt 66. gr. geta dómstólar undir vissum kring- umstæðum ákveðið, að setja skuli þann mann í öryggis- gæzlu, sem heitist við annan mann eða hótar honum bana, brennu eða öðrum óförum. Samkvæmt 67. gr. geta dómstólar einnig í vissum tilfell- um ákveðið öryggisgæzlu þeim brotamönnum, sem senni- legt má telja að muni drýgja afbrot af vana eða í atvinnu- skyni og séu því hættulegir umhverfi sínu. 1 47. gr. framfærslulaga nr. 80, 5. júní 1947, er heimild til að láta barnsfeður vinna af sér í vinnuhæli barnalífeyri, sem sveitarsjóðir hafa lögum samkvæmt lagt út fyrir þá. Fer sú afplánun fram í fangelsi. Samkvæmt 63. gr. iaga nr. 27, 5. marz 1951, um með- íerð opinberra mála, er heimilt að hafa handtekinn mann í haldi, þar til næst í dómara, en með 65. gr. stjórnarskrár- innar, nr. 33, 17. júní 1944, er tímalengd slíks halds tak- mörkuð við sólarhring. Samkvæmt IX. kafla sömu laga er undir vissum kring- umstæðum heimilt að úrskurða menn, sem fyrir refsiverð- um sökum eru hafðir, í gæzluvarðhald, sem jafnan skal markaður ákveðinn tími, sem þó má lengja eða stytta eft- ir atvikum. Þá er þess að geta, að heimilt er samkvæmt útlendinga- löggjöfinni að hafa í haldi vegalausa útlendinga, sem vís- að hefir verið verið úr landi, og erlenda laumufarþega, þar til brottför þeirra úr landi getur farið fram. Hefir slíkt hald farið fram í fangahúsum og yfirleitt í formi gæzlu- varðhalds. Til þess að unnt sé að framkvæma þessar frelsisskerð- ingar þarf fangahús fyrir: 1. Geymslu handtekinna manna. 2. Gæzluvarðhald. 3. Varðhald. 50 Tímárit lögfræOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.