Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 18
þessum eru þrjú aðalnýmæli: 1. 5. gr. skyldar þinglýs- ingarbeiðendur til að afhenda skj öl í tveimur eintökum, og skal a. m. k. annað eintakið vera ritað á haldgóðan pappír, sem dómsmálaráðuneytið löggildir. Samkv. eldri reglum gat þinglýsingarheiðandi afhent skjal i tveimur eintökum, en þurfti þess ekki, nema þegar hann ósk- aði að fá áritun á skjal um afhendingu fyrirfram til þing- lýsingar. Greina skyldi i þinglýsingarhók frá aðalefni skjals, en ekki var þörf að færa það orðrétt í slíka bók. Þessi breyting horfði mjög til hagræðis og vinnusparn- aðar fyrir þinglýsingardómara, og var í engu ótryggi- legri en eldri hættir. 2. Samkv. 7. gr. er nægi- legt, að lesið sé yfirlit yfir skjöl, sem borizt hafa til þinglýsingar, á manntalsþingum eða bæjarþingum, og losaði þetta ákvæði dómendur undan þvi vafstri að taka með sér þinglýsingarskjöl á þingstaði. 3. Þá er sett al- menn regla um það í 8. gr., að gildi skjals teljist frá því, er skjal var afhent dómara til þinglýsingar. Breyt- ingin er sú, að sama regla er látin gilda um Reykjavil: sem aðra landshluta, og réttaráhrif þinglýsingar eru al- mennt talin frá afhendingarstundu. Er það svipuð regla og í tilsk. 24/4 1833, 4. gr., sbr. op.br. 28/4 1841, í þvi tilviki, er beiðst var innritunar fyrifram á skjali til þing- lýsingar. í lagaboðunum, sem til var vitnað, er þó gerð- ur sá fyrirvari, að skjali sé lýst á næsta manntalsþingi eftir afhendingu, en þenna fyrirvara getur ekki í 8. gr. 1. nr. 30/1928. 1 frv. var þessi fyrirvari upprunalega greind- ur, sbr. Alþ.tíð. 1928, A, hls. 181 („Gildi þinglýsingar telst frá þvi, er skjal er afhent dómara, ef því er lýst á næsta þingi eftir fjyrirmælum 7. gr.“). Flutn.m. (M. G.) sagði svo um tillögu nefndar, er laut að brottfellingu þessa atriðis, að þessi breyting sé „svo lítilfjörleg, að ég ræði ekki um hana“. Eins og 8. gr. nú er orðuð, er ekki sýni- legt, að nein réttaráhrif séu tengd við lýsingu gerninga á þingi, er horizt hafa dómara til þinglýsingar. Afhend- ing gernings og færsla lians í þingbók skiptir öllu máli. 16 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.