Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 46
eignir, veigamiklar upplýsingar um eignaheimildir a'ð þeim, og um }rmis óbein eignarréttindi jdir þeim, veð- bönd, kvaðir ýmsar o. fl. í mjög rikum mæli mega þeir treysta því, sem greinir í þinglýsingabókum um eignarétt að eign svo og um óbein eignaréttindi vfir henni. Elf ákvæði frv. þessa verða samþykkt, þau er lúta að áreiðan- leika þinglýsingarbóka, verður öryggi að þessu leyti aukið til muna, bæði vegna þess að hér er áskilið, að fleiri rétt- indi séu háð þinglýsingu en f}ær var, sbr. 31. og 32. gr., svo og vegna ákvæðis 33. gr. um gildi þeirra réttinda, sem þingiýst befir verið. Þinglýsingarlög tryggja það ekki, að það, sem greinir í þingK'singarbókum um réttindi yfir eign, sé í samræmi við veruleikann — og þær bækur geta því t. d. ekki komið í stað fasteignaregistra í sambandi við gjaldheimtu, — þær eru miklu fremur gerðar i þágu viðskiptalífsins til þess að tryggja hröð og greið við- skipti og vernda grandlejrsi viðsemjanda. Að sínu leyti vernda síðan þinglýsingarlög rétthafa, sem bafa látið þinglýsa rétti sínum og skiptir það vissulega liarla miklu fyrir réttaröryggið í þjóðfélaginu. Þeir rétthafar geta ýmist byggt rétt sinn á samningi eða opinbeiri rétt- argerð. Að þessu leyti slá þinglýsingarlög skjaldborg um réttindi }Tfir eignum, og stuðla með þvi að viðskipta- öry'ggi og eru óhjákvæmilegur þáttur i lánastarfsemi þjóð- félagsins. I þessu frv. eru ýmis mikilvæg nýmæli, svo sem rak- ið hefur verið, og horfa þau nálega öll að auknu öryggi fvrir þá, sem þinglýsingarkerfisins eiga að njóta. Auk þess er stefnt að því með frv., að lögfest verði heildar- lög um þetta mikilvæga lagaatriði, og er það vissulega timabært. Með ákvæðum frv. er reynt að fylla í ýmsar eyð- ur, sem nú eru í islenzkri þinglýsingarlöggjöf, og ekki sízt, að því er tekur til efnisreglna um þinglýsingar. Að því leyti er leitazt við að bæta úr beinu ófremdarástandi. Þá eru sett bér ákvæði öðrum þræði, sem staðfesta ýms- ar venjur þinglýsingardómara. Er hagfellt fyrir starfs- 44 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.