Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Blaðsíða 9
cr mjög sniðin eftir Járnsíðu, en ýmis ákvæði eru ýtar-
legri í Jónsbók en Járnsíðu.
1 Járnsíðu er sýslumanna ekki getið, hins vegar er þar
getið um valdsmenn. Sýslumanna er getið í réttarbót 1280.
Þar er getið um rétt rannsak heima til sýslumanns, um
kæru til sýslumanns og að sýslumenn nefni menn til
dóma.1) A allmörgum stöðum er sýslumanna getið í
Jónsbók og á nokkrum stöðum er valdsmanna einn-
ig getið. 1 Jb. l,s. segir, að valdsmaður skuli velja nefnd-
armenn og í Jb. I,i. er eiðstafur sá, sem valdsmaður átti
að vinna, vegna útnefningu nefndarmanna. 1 Alþingisbók-
um Islands2) er eiðstafur þessi nefndur sýslumannaeiður
og þar segir, að hann sé eins og tíðkaðist fyrir daga Páls
höfuðsmanns Stígssonar og fram yfir 1600. Virðist því
mega ætla víst, að valdsmaður og sýslumaður hafi verið
eitt og hið sama.
B. Skipun sýslumanna.
I. Umdæmi sýslumanna, sýslurnar.
1 Jb. I,s. er landinu skipt niður í þing, sem í verulegum
atriðum er eins og sýsluskipun sú, sem komst á í landinu
síðar. 1 þessum sama lagastaf segir, að hver sýslumaður
greiði þingfararkaup í sinni sýslu. Samband þessa ákvæð-
is við ákvæðin um skipun nefndarmanna í hverju þingi,
benda eindregið til þess, að i grein þessari sé þing hið
sama og sýsla. Ætlunin virðist hafa vcrið sú, þegar laga-
ákvæði þetta var samið, að sýslumaður skyldi vera í
hverju þingi eða sýslu. Víða er talað um sýslumenn,
hvern i sinni sýslu, sem gefur i skyn, að sýslumaður
hafi átt að vera í hverju sýslu.3) 1 réttarbót konungs frá
1342 er talað um sýslur, sem lausar verða vegna fjar-
1) í F. II, 204—206.
2) A. í. I, 9, 205, 214.
3) Sjá t. d. A. í. II, 223, 444, III, 72 og í. F. VII, 685, VIII,
501, XIII, 58.
Tímarit lögfræðinga
3