Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 46
manntalsþing. A manntalsþingum þessum munu þeir hafa innt af hendi ýms þau störf, sem nú liaí'a verið rakin. Má þar t. d. nefna ýms dómsstörf og innheimtustörf.x) D. Kjör sýslumanna. Með Gamla sáttmála játuðu Islendingar því, að gjalda konungi skatt og þingfararkaup, sem löglaók vottar.1 2) 1 Jb. III,i, eru nánari ákvæði um þessar gjaldagreiðslur. Þar segir hverjir séu gjaldskyldir. Þeir sem gjaldskyldir voru, skyldu greiða samtals tuttugu álnir, helmingur var skattur til konungs en helmingurinn var þingfararkaup. I Jb. 1,2 eru ákvæði um farareyri, sem greiða skyldi nefndarmönnum, sem tii þingfarar voru nefndir. Þar seg- ir ennfremur, að hver sýslumaður skyldi greiða þetta þingfararkaup með góðum greiðskap af sínum hluta þing- fararkaups. Samkvæmt þessu hafa sýslumenn átt þing- fararkaupið, sem um ræðir í Jb. III,i. 3) Það er ekki auð- velt að sjá nú, live miklar tekjur þetta hafa vcrið fyrir sýslumenn þegar þingfarareyrir var greiddur af þingfarar- kaupinu. Gjaldeyrir var þá talinn í mörkum, aurum og álnum. Ein mörk var sama sem átta aurar, sama sem 48 álnir.4) Til fróðleiks má geta þess, að þingfararevrir sam- kvæmt Jh. 1,2, hefur numið samtals á öllu landinu rúm- lega 4000 álnum. Hefur því þurft rúmlega 400 gjaldendur til þess að greiða það sem til þurfti í þessu skyni. Nú var þingfarareyrir nmn hærri á þeim stöðum i landinu, sem fjær voru Þingvöllum, t. d. á Austurlandi, heldur en öðr- um, sem nær voru Þingvöllum. Þar eð þéttbýlið var mest á Suðurlandi og Suð-vesturlandinu hafa tekjur þessar trú- 1) Afmælisrit Ólafs Lárussonar prófessors, HV. Manntals- þing bls. 117—132. 2) Sjá t. d. í. F. I, 670. 3) í. F. I, 621 4) Ólafur Lárusson: Yfirlit yfir ísl. réttarsögu, bls. 12. 40 Tímaril Iöy(r:vöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.