Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 57
Hæstiréttur, hve flókið og erfitt væri að framfylgja dómn- um, og máli þessu og öðru skyldu var vísað aftur til lægri dómstóla hvers umdæmis, svo að fram færi laga- leg athugun á aðstæðum þar og viðeigandi úrskurður yrði uppkveðinn. Lægri dómstólar kváðu á sínum tima upp úrskurði, er voru svo mjög í mótsögn hver við annan, að Hæstiréttur taldi heppilegast að skera úr mál- inu i heild. Dómurinn var á þá leið, að rétturinn skipaði fræðsluyfirvöldum hvers rikis að hlíta grundvallarregl- um kynþáttajafnréttis (Brown-málið) „sem allra skjót- ast“. Síðan þetta gerðist 1956, hafa einstök fylki reynt með ýmsum aðferðum að hlíta fyrirmælum réttarins.3) Þetta hefur reynzt mjög erfitt verkefni vegna þess, að fræðslulög fylkjanna eru mjög sundurleit, í engum tveim skólum eru aðstæður nákvæmlega eins, og búseta og dvalarstaðir nemenda hefur gert ókleift að fylgja algildri reglu. Framkvæmd aðgreiningar kynþáttanna á hverjum stað hefur i reynd orðið mjög mismunandi og oltið að mestu á orðalagi og anda staðbundinna réttarákvæða, eðli fylkis- laganna, aðstöðu og staðsetningu skóla, menntun og fjölda kennara, veitingu opinbers fjár til flutnings á nemendum, almenningsáliti og afstöðu alls almennings til megin- reglna um kynþáttasambýli i bókstaflegri eða aðalmerk- ingu þeirra. 1 flestum ríkjum hefur verið gerð heiðar- leg tilraun til að fara að fyrirmælunum um „mesta hraða“. Sum ríki hafa þó reynt að fara sér hægt í framkvæmdum á afnámi misréttis af ótta við ókyrrð og andúðaraðgerðir af hálfu almennings. Þær meginreglur, sem Hæstiréttur taldi henta að byggja dóm sinn á, eru svo byltingarkennd- ar að áliti fjölda manna, að þeir hafi ekki haft tíma til að sætta sig við víðtækar afleiðingar hans. I Suðurrikj- unum gengur hann einkum i berhögg við allar hefðir og félagsskipan, sem þar hafa þróazt um 300 ára skeið. 3) 349 U. S. 107. Tímarit lögfræðinga 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.