Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 61
7. Það væri brot á öllum grundvallarreglum lýð- ræðislegs stjórnarfars að hvítir íbúar Suðurrikj- anna ellefu væru neyddir til að umgangast svert- ingja félagslega þannig að leiddi til kynþátta- mægða, ef slíkt er andstætt óskum hinna hvitu íbúa. I ríkjum þessum eru 48 milljónir hvítra manna en aðeins 11 milljónir svertingja. Það væri misþyrming á lýðræðinu, ef atkvæði aðeins níu dómenda í rétti gæti beygt vilja 48 milljóna manna undir vilja 11 milljóna og það án þess að hægt væri að leita atkvæðis fólksins sjálfs, án þjóðaratkvæðagreiðslu, og án þess að þjóðin í heild fengi nokkurt tækifæri til að láta i ljós vilja sinn. Hér að framan hef ég leitazt við að skýra afstöðu og aðalatriði röksemda beggja aðila eins og þetta hefur ver- ið skýrt fyrir mér og eins hlutlægt og unnt hefur verið. Ég vona, að enginn viðstaddra líti svo á, að ég sé að koma á framfæri skoðun minni með þessari greinargerð. Satt að segja veit ég ekki svar við þessu mjög svo erfiða vandamáli. Mér væri kært að heyra skoðanir yðar óhlut- drægra áheyrenda, er standið ekki frammi fyrir þeim vanda að þurfa að finna lausn málsins. Það mundi vera mér gleðiefni að hafa heim með mér hvers konar tillög- ur, er þér kunnið að telja miða að heilbrigðri skynsam- legri lausn á þessu vandamáli. Ég hygg, að vér allir, sem berum einlæglega fyrir brjósti velferð manna, hvort sem þar er um að ræða minni hluta eða meiri hluta, höfum ekki efni á að kveða upp skyndidóma í slíkum málum, sem hljóta fremur að mót- ast af tilfinningu en athugun á undirstöðuatriðum réttar- ins — en þar er átt við mesta hagræði fyrir mestan fjölda manna. Vér getum sannarlega ekki látið oss kristilega siðfræði í léttu rúmi liggja, þegar fjallað er um vanda- mál mannkynsins, og úm leið gerum vér oss ljóst, að Tímarit lögfræðinga 5ó

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.