Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 58
Aðrir dómar Hæstaréttar, sem snerta aðra þætti mann- réttinda fylgdu hver af öðrum i kjölfar dómsins í Brown- málinu. Rétturinn leit svo á i máli er snerti liótel eitt í horginni Atlanta í Georgíufylki, að hótel, sem auglýsti sig opinberlega sem greiðasölustað fyrir almenning gæti ekki synjað svertingja um afgreiðslu vegna kynþáttar hans. 4) 1 öðru máli, sem snerti stórverzlun í Atlanta, leit Hæstiréttur svo á, að verzlun, er ræki kaffistofu sem þátl í þjónustu sinni við almenning, gæti ekki vegna litarhátt- ar hans neitað svertingja um beina ef hann beiddist þjón- ustu á siðsamlégan hátt. 5) 1 málum sem komið höfðu fyrir Ilæstarétt allt fram til ársins 1948, hafði rétturinn litið svo á, að ekki væri hægt að framfylgja ákvæðum í afsölum og öðrum skjölum varðandi eignarrétt á landi, er bönnuðu endursölu þess til manns af afríkukyni og að bandarískir dómstólar gætu ekki veitt atbeina sinn til þess að neyða nokkurn mann til að hlita slikum ákvæðum. Slikir samningar væru að vísu ekki ógildir í sjálfu sér, því að einkaaðilar hefðu rétt til að gera hvers konar samninga sem þeim sýndist um eignir sinar, en dómstólar gætu ekki veitt atbeina sinn til þess að framfylgja slíkum samningum. °) I nokkrum enn eldri málum hafði Hæstiréttur litið svo á, að staðbundnar reglur og fylkislög um notkun alls konar opinberra þjónustutækja á landareignum sam- bandsríkisins væru allsendis óframkvæmanleg. Og jafn- vel þegar svo stæði á, að sambandsstjórnin tæki þjónustu- tæki á leigu hjá eigendum landareignar, væru staðarlög um notkun þeirra af hálfu svertingja óframkvæmanleg. 4) McCollum gegn skólanefnd 33 u. S. 203; Atlanta Bilmore gegn Jones, 341 U. S. 12; Shelley gegn Kraemer 334 U. S. 1. 5) Roth gegn Wild 354 U. S. 476; Barrows gegn Jackson 346 U. S. 249. 6) Buchanan gegn Worley 245 U. S. 60; Missouri gegn Kanada 305 U. S. 377. r»2 Tímarit lögfrivðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.