Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 35
Það má því e. t. v. telja, að réttari hafi verið sameigin- legt heiti fyrir sýslumenn, lögmenn og hirðstjóra. Að öllu jafnaði 'voru nefndir í dóma annaðhvort tólf menn (tjdftardómar) 1) eða sex menn (sjöttar- dóma).2) Þó að almenna reglan hafi verið sú, að dómar væru skipaðir annaðhvort tólf eða sex mönnum, var þó stundum frá því brugðið. Til eru dómar þar sem dómarar voru sjö,3) tíu,4) ellefu,5 6) eða jafnvel þrettán. c) Tjdftardóma skyldi nefna í hinum stærri málum, svo sem vegna manndrápa, sbr. Jb. IV j, níðingsverka, svo sem vegna nauðgunar, sbr. Jb. IV eða annarra ofbeldis- verka, sbr. Jb. IV20.7) Sjöttardóm skyldi hins vegar nefna í smærri málum svo sem ef um fjármunatjón var að ræða, sbr. Jb. IX,25 eða þjófnað, sbr. X ,7.8 9) I tvlftardóma var stundum nefnt út af öðrum málum en þeim, sem áður voru nefnd, svo sem málum út af erfð- um,°) um rétt til fasteigna,10) vegna dómrofa,11) og fleira. I Sjöttardóma virðist stundum hafa verið nefnt vegna of- beldisverka.12) Það er Ijóst af þeim mörgu dómum, sem gengu og birt- ir hafa verið, að sýslumenn nefndu menn í dóma. I dóma- kapítula Jónsbókar, IV,17 segir svo m. a.: En því er dóm- urinn nefndur til, að þá skal rannsaka og meta sakir og misgerningar og tempra svo dóminn eftir málavöxtum, 1) Sjá t. d. í. F. V, 636, VII, 349, VIII, 106. 2) Sjá t. d. í. F. V, 229, VIII, 283 og A. í. II, 106. 3) í. F. IX, 665. 4) í. F. V, 802. 5) f. F. VI, 365, XI, 404, og A. í. II, 399. 6) í. F. IX 213 og 477. 7) Sjá t. d. í. F. V, 636, VIII, 715, ennfremur V, 187, VI. 699, IX, 666. 8) Sjá t. d. í. F. VII, 682, VIII, 149. 9) Sjá t. d. í. F. VI, 135 VII, 349, VIII, 382. 10) Sjá t. d. f. F. VI, 641, VIII 106, IX, 3&2. 11) Sjá t. d. f. F. VI, 723, VIII, 190, 232. 12) Sjá t. d. í. F. VI, 101, V, 229, IX, 726. Tímarit lögfrœðinga 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.