Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 40
þrjózku og illvilja og öðrum til viðvöriuiar slika refsing með húðláti hljóta, sem sá lætur á leggja, er konungsvald hefur í hendi og á ofan hálf mörk til konungs.:) Samkvæmt réttarbót konungs frá 1314, skvldi sýslu- maður taka góðs skuldara, sem í vanskilum er, með vit- orði skilríkra bænda og Ijúka hverjum sina skuld, ef tii vinnst, ellegar missi hver sem tala rennur til. -) Hliðstætt ákvæði þessu er í annarri réttarbót konungs frá 1330. Þar var sýslumönnum boðið að kveðja með sér fjóra skilríka menn og láta meta af góðsi skuldara, sem vanskil gerði við kaupmenn svo mikð, sem skuldinni svarar.1 2 3) 1 dómi, sem gekk árið 1588, er talað um, að sýslumaður og bænd- ur fari heim til skuldara, sem ekki lyki skuld sinni, svo sem vera bar, og virði skuldina eftir lögum.4) Með Al- þingisdómi frá 1603 var sýslumaður skyldaður til að fram- fylgja dómi um afhendingu jarða til Hólastóls.5 6) Árið 1604 var dómur staðfestur á Alþingi, sem ákvað, að upp- tækt sé af sýslumanni svo mikið fé skuldara, sem hann eigi að lúka með vitorði skilrikra manna. °) Með dómi, sem gekk árið 1607, var sýslumaður skyldaður til að virða af góðsi svo mikið, sem sluild nemur ásamt þeim, sem hann nefnir með sér. 7) Af þeim tilvitnunum, sem hér voru raktar, má álykta, að sýslumaður liafi átt að annast framkvæmd fjárnámsgerða og jafnvel skiptagerðir i þrotabúum. 3. Innheimtu- og fésýslustörf. Með Gamla sáttmála hétu Islendingar að gjalda kon- ungi skatt og þingfararkaup slíkan, sem lögbók vottar. 1) A. í. III, 341. 2) í. F. II, 393—394. 3) í. F. II, 648—649. 4) A. í. II, 117. 5) A. í. IV, 202. 6) A. í. III, 341. 7) A. í. IV, 53. 34 TimariL lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.