Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 15
gerður.1) I tveimur þessara tilvika eru skipunarbréfin út- gefin á Þingvöllum, (alþingi).2) 1 þriðja tilvikinu virðist hirðstjóri sjálfur hafa haft sýsluna, sbr. orðin ,,— því ég hef nú forföll að ég kann eigi sjálfur til vðar að koma —“3 4), er því hér sennilega um setningu að ræða. 1 fjórða tilvikinu er um veitingu að ræða til árs og bréf útgefið 4. júlí.4) 1 þessu sambandi má minna á bréf lög- manna og annarra fyrirmanna til konungs, sem ritað var af Alþingi árið 1579.5 6 7) 1 bréfi þessu er þess vænst af kon- ungi, að sýslumenn verði kjörnir af lénsmanni (virðist sama og hirðstjóra) með lögmanna og sveitarmanna sam- þykki. Skírskotað er til gamalla laga og fríheita. Af framansögðu virðist mega ráða, að skipun sýslu- manna skyldi borin undir Alþingi og hljóta staðfestingu þar. Eins og þau skipunarbréf bera með sér, sem hér voru nefnd, hefur þeirri reglu lengi verið fylgt. Þó að ekki séu fleiri skipunarbréf birt í fornbréfasafn- inu en raun ber vitni um, hafa sýslumenn að líkindum vf- irleitt fengið skipunarbréf fyrir sýslu sinni. °) 1 réttarbót 1313 er sýslumönnum boðið, að leggja svo hvers manns mál niður, sem sýslubréf þeirra vottar, svo að þá hafa sýslubréf verið gefin sýslumönnum. ~) 1 réttarbót 1703 er sýslumönnum boðið að sýna á næsta þingi stað- fest eftirrit af sínurn bestillingarbréfum.8 9) A 17. öld er þess getið í Alþingisbókum, að veitingabréf sýslumanna hafi verið lesin eða birt ó Alþingi. °) Ekki er þar getið samþykktar á veitingum þessum. A síðasta hluta Jónsbókartímabilsins hafði konungur 1) í. F. IX, 266, XIII, 315 og VI, 717. 2) í. F. IX, 266 og XIII, 315. 3) í. F. VI, 718. 4) í. F. XIII, 316. 5) A. í. I, 396. 6) í. F. VI, 101, 313 og VIII, 552. 7) í. F. II, 383. 8) A. í. IX, 234. 9) Sjá t .d. A. í. VI, 360, 705, VII, 62—63, 134. Tímorit lögfrrcðinga 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.