Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 45
um sýslunnar, að því er virðist eftir efnum þeirra og á- stæðum.J) Þá má loks geta þess samkvæmt formálabók Jóns lögmanns Jónssonar frá 1573 var minnt á að gera l'æra vegu um þver héruð og endilöng, eftir því sem sýslu- menn og sveitarmenn töldu þörf til vera.1 2) A Alþingi 1595 var samþykktur dómur, sem skyldar sýslumann til að nefna sex menn með sér til að rannsaka fóðurbirgðir og skjdda þá, sem aflögufærir væru að láta hey af hendi til þeirra sem þurl'andi voru.3) Gerð var ályktun á Alþingi árið 1680, sem fjallar um melrakka- veiðar og dýraloll. Ályktun þessi mælir svo fyrir, að sýslu- menn skyldu alvarlega halda almúganum til þess, án for- sómunar, dýragreni upp að leita og þeim, sem dýrunum eyðir, sin hilleg ómakslaun refjalaust að belala.4) Stundum virðast sýslumenn hafa haft afskipti af hjú- skaparmálum. Árið 1594 var dómur skipaður af Oddi Ein- arssyni superintendent Skálholtsstiftis og Árna bónda Oddssyni kóngs umhoðsmanni í Snæfellsnessýslu, til að skoða og rannsaka og fullnaðardóm á að leggja hversu fara skyldi um hjúskaparmál, sem þá var á döfinni. 5 6) Á Alþingi árið 1656 var hjónabandsmáli vísað heim í hérað fvrir biskup, prófast og sýslumann.G) Á árinu 1679 var sýslumanni í Skaftafellssýslu falið að velja löglegan þingstað i öræfum.7) Á sama þingi var sýslumanni í Þverárþingi að vestan heimilað að velja þing- stað fyrir leiðarþing með ráði góðra manna í héraðinu.8) Loks má geta þess, að sýslumenn munu árlega hafa liáð 1) A. í. VII, 252—253, og Lovsamling for Island, I, 338. 2) A. í. I, 212. 3) A. í. III, 43—44. 4) A. í. VII, 492. 5) A. í. III, 46—49. 6) A. í. VI, 389. 7) A. í. VII, 453. 8) A. í. VII, 476. Timarit lugfræðinga 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.