Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 26
sektir þeirra, sem vanræktu þingsókn, án lögmætra for-
falla, 3) sbr. Jb. I,-. Alþingissamþykkt frá 1559 fjallar um
nefndarmenn. Þar segir, að sýslumenn skuli aftur heimta
nefndarkaup þeirra, sem elcki höfðu lögleg forföll, og
greiða þetta þingfararkaup að næsta Alþingi lögmanni og
lögréttumönnum og þar með sektina, sem þar með fylgir.1 2)
Sekt sú, sem hér er nefnd, er vafalaust þriggja marka
sektin, sem lögð var við ef þing var ekki sótt án löglegra
forfalla, samkvæmt Jb. 1,2.
6. Lýsing brotamanna.
Sýslumenn áttu að gefa skýrslu á öxarárþingi um
þá, sem framið höfðu manndráp eða ódáðaverk, hver í
sinni sýslu á síðasta ári. Svo skyldu þeir og lýsa vexti og
yfirliti þeirra, sem urðu öðrum að skaða, svo að þeir
þekktust, hvar sem þeir kvnnu fram að koma, sbr. Jb. 1,5.
Samkvæmt þessu ákvæði hefur t. d. sýslumaður Isafjarð-
arsýslu lýst strokuþjófi á Alþingi árið 1658.3) Arið 1643
er manni lýst á Alþingi, sem strokið hafði og hafði þrisvar
orðið sekur um hórdóm. 4 5 6) Lýst var manni á Alþingi árið
1635, sem fallið hafði í útlegð n) og árið 1650 var lýst þar
óbótamanni. °) Mörg fleiri dæmi mætti nefna.
7. Leiðarþinghöld.
Samkvæmt Jb. 1,7 áttu sýslumenn að halda leiðarþing.
Þing þetta áttu þeir að halda þegar þeir kæmu heim frá
öxarárþingi. Þar átti að skýra frá því, sem gerðist á öx-
arárþingi, einkum frá úrslitum þeirra mála, sem snertu
sýslur þeirra hvers um sig. Sýslumenn skvldu og lýsa því,
að lögþing skyldi hvert sumar uppi vera að Pétursmessu.
1) A. í. VI, 697.
2) í. F. XIII, 429.
3) A. í. VI, 435.
4) A. í. VI, 114.
5) A. I. V, 376.
6) A. í. VI, 266.
20
Timarit lögfræðinga