Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 19
að sýslumenn hafi þeir einir geta orðið, sem voru vel
efnum búnir. J) Af réttarbótinni virðist þó mega ráða, að
bændur hafi getað samþykkt undanþágu frá efnahags-
skilyrðinu.
Hér má geta þess, að samkvæmt opnu bréfi konungs
frá 1619, áttu sýslumenn allir að vinna sýslumannseið á
þá leið, „— at de ville vere os og Riget og Lande huld og
tru udi alle maade, saa ogsaa udi alt hvis deris Bestilling
vedkommende —“ o. s. frv.1 2) Bréf þetta var lesið á Al-
þingi sama ár og þar með auðmýkt játað af öllum sýslu-
mönnum.3 Á Alþingi árið eftir er þess getið að valdsmenn
hafi mælt því á móti, að vinna eið að sýslumennsku sinni.
En svo segir að á þessu ári hafi vel flestir sýslumenn í
lögréttu svarið eiðinn, „sumir með öllu ódrukknir, sumir
með öllu vel drukknir“. Efni eiðstafsins var á þá leið, að
sýslumenn lofa guði og kónginum, að þeir skuli í allri
sinni lögsögn hafa guð og réttlætið sér fyrir augum og
dæma réttilega í öllum málum, hvort heldur þau áhræra
líf, góðs eða æru, svo sannarlega hjálpi þeim guð og hans
heilaga orð.4) Þessara eiðvinninga er síðar getið.5 6) Á af-
setningarbréfi frá sýslumannsdæmi í Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu er svo að sjá sem sýslumönnum þessara
sýslna hafi verið vikið frá vegna þess, að þeir vildu ekki
vinna þenna eið. °) Þessa sýslumannseiðs, sem er alveg
óskyldur lögbókareiði sýslumanna samkvæmt Jb. L, og
síðar verður getið, er fyrst getið, að því er virðist í kon-
ungsbréfi frá 1609, um skipun sýslumanns í Vestmanna-
eyjum.7)
1) Páll E. Ólason: Menn og menntir, II, 24.
2) Lovs. f. Isl. I, 180.
3) A. f. IV, 501.
4) A. í. V, 50.
5) Sjá t. d. A. í. VII, 7 og 552.
6) A. í. V, 361—363.
7) Lovs. f. Isl. I, 171.
Tímarit lögfræöinga
13