Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 59
Ekki er hægt að öðlazt skilning á réttarheimspeki þeirri er að baki liggur mannréttindabaráttunni í Bandaríkjun- um, nema menn hafi nokkra þekkingju á efnahagslegum og félagslegum aðstæðum, sem nú ríkja. Þeir sem fylgja kenningunni um alger mannréttindi öllum til handa, án tillits til kynþáttar eða aðstöðu, halda i ráuninni fram eftirfarandi: 1. Að öll mannréttindi sé ávöxtur náttúruréttar og allir menn eigi því rétt á þeim. 2. Að Lex Scripta eða sett lög ættu ævinlega að vera í samræmi við náttúrurétt og tryggja full mannréttindi öllum mönnum til handa, hver sem önnur áhrif kynnu að verða og þótt af kynni að hljótast umrót á ríkjandi skipulagi. 3. Að náttúruleg réttindi verði að vera æðri því, sem er aðeins lagaleg réttindi í heimsskipan vorra daga. 4. Að beita verði öllu valdi laga og dómstóla til að framfylgja mannréttindunum, jafnvel þótt það raski hefðum og félagslegum réttindum mikils meirihluta þjóðarinnar og leiði um síðir til blönd- unar kynþátta. A hinri bóginn er mikill fjöldi manna, bæði í Norður- ríkjunum og Suðurríkjunum, andvígt kenningunni um alger mannréttindi, og þeir styðja afstöðu sína eftirfar- andi röksemndum: 1. Þeir fallast á, að strangfræðilega sé öll mannrétt- indi ávöxtur náttúruréttar. 2. Þegar til framkvæmda kemur felur náttúrurétl- ur þó ekki i sér að allir menn innan sama þjóð- félags njóti jafnréttis ú sama tíma. 1 sjálfu sér felst það í náttúrurétti að réttinum f}'lgir sam- svarandi skylda er hvílir á hverjum þjóðfélags- þégni, og hvcr sá, sem ekki fær fullnægt skyldum Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.