Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Blaðsíða 20
IV. Embættistími sýslumanna.
1 þeim skipunarbréfum sýslumanna, sem varðveist
hafa, er yfirleitt ekki greint frá því til hvaða tíma sýslu-
menn voru skipaðir. 1 sumum þessara skipunarbréfa segir
að sýslumaður skuli Kongsins sýslu og umboði að fylgja
til næsta öxarárþings og það lengur, sem eigi verður önn-
ur lögleg skipan á gjörð.J) — Til undantekninga má
telja skipunarbréf Ólafs biskups á Hólum, sem fékk
sýsluveitingu (sem lén) til 10 ára,2) og skipunarbréf
Torfa í Klofa, sem fékk sýsluveitingu til þriggja ára.3)
Þó er getið lífsbréfa valdsmanna fyrir konungslénum.
Segir t. d., að Herloff Daa hafi komið út árið 1607
með slík konungsbréf.4) Einnig eru til veitingabréf frá
árunum 1607 og 1608, sem voru til lífstíðar5) og til eru
sams konar bréf frá árinu 1628.6) Lífstíðar veitingabréf
var útgefið af konungi 1697 fyrir Snæfellsnessýslu „og
Stapans umboð“. 7) 1 þessu sambandi má geta þess, að
talið er, að Þorvarður Þórarinsson bafi haft konungs-
sýslu í Múlaþingi til dauðadags, eins og áður er getið.
Stundum lauk embættistíma sýslumanna með brottvikn-
ingu úr embætti. Sem dæmi má nefna dóm einn, sem út-
nefndur var af umboðsmanni lögmanns, sem vék Runólfi
Höskuldssyni frá sýslumannsstörfum árið 1505, sakir
kirkjuráns og fleiri saka.8) Sýslumanni var vikið frá em-
bætti um stundar sakir vegna hórdóms 1709.9) I skip-
an hirðstjóra frá 1501, sem áður er getið, höfðu lög-
menn vald til að setja þá sýslumenn af, sem ekki gerðu
1) Sjá í d. I. F. VI, 546.
2) í. F. V, 201.
3) í. F. VII. , 697.
4) A. f. IV, 35.
5) A. í. IV, 57 og 91.
6) A. í. V, 156— ■157.
7) A. í. IX, 24.
8) í. F. VII, , 752- -753.
9) A. í. IX, 524- -525.
14
Timarit lögfræðinga