Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 18
er sleppt ákvæðinu um, að sýslumenn skuli vera af goða- ættum.x) Sama er að segja um sáttmála Islendinga við Magnús konung 1320.1 2) 1 áðurnefndum ályktunum Al- þingis er ekki minnst á þetta álcvæði, enda er gildi þess, frá almennu sjónarmiði séð, ekki eins mikilvægt. Þetta ákvæði var hins vegar mjög þýðingarmikið við samnings- gerðina á sinni tíð. Goðarnir voru auðvitað fúsari til þess að gefa upp goðorð sín mótþróalaust, gegn forgangsrétti til sýslumannsstarfa, sem þeim var þá heitið fyrir sig og afkomendur sína. Krafa um lærdóm eða sérmenntun hefur ekki verið gerð til sýslumanna á þessum tímum. Þá var heldur ekki um að ræða neina viðurkennda opinbera stofnun, sem veitti kennslu i lögvísindum. Sýslumönnum var auðvitað nauðsynlegt að vita sem bezt skil á gildandi lögum til þess að geta rækt störf sín sómasamlega. Flestir þeirra hafa án efa þekkt vel til laga, þó sjálfsagt hafi lagaþekking þeirra verið mjög misjöfn. Við lok þessa timabils örlar fvrir breytingum í þessum efnum. 1 bréfum konungs frá 1688 og 1721 er t. d. minnst á lögfróða sýslumenn „— nogle af de lovkyndigste Sysselmænd —“3) 1 konungs- bréfum frá 1688 og 1718 er minnst á, að þinghöld séu lög- leg og lialdin af „lovkyndige Lavmænd, Sysselmænd og Laugrettesmænd“.4) Samkvæmt 4. gr. réttarbótar 1314 var þeim fyrirboðið að vera lénsmenn, sem eigi eru fullveðja að bæta aftur, ef þeir taka óréttilega, utan hændur samþykki annað. 1 þessu sambandi er lénsmaður líklega sama og sýslumaður. Sam- kvæmt Alþingisdómi frá 1574 var lénsmaður talinn vera svo mikið sem sýslumann.5) Verður þá liklega að álykta, 1) í. F. II, 335. 2) í. F. II, 497. 3) Lovs. f. Isl. I, 472, og II, 32. 4) Lovs. f. Isl. I, 478, 740. 5) A. í, 232—236. 12 Timarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.