Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Qupperneq 39
krassaði ein þrjátíu högg, áður af fór höfuðið og var það
hryggilegt að sjá. Voru þá áminningar gjörðar yfirvöld-
unum þeim veraldlegu, að hafa örugga menn til slíks em-
bættis, svo landið yrði ekki að spotti í þeirri grein.
Nokkrir dómar eru til frá árinu 1697, sem sýna, að
sýslumenn hafi átt að annast fullnustu dóma. T. d. var
ákveðið með dómi refsing konu, sem drekkja skvldi eftir
forsvaranlegri tilhlutan sýslumanns.1) Fullnustu refsi-
dóms yfir þjófi kom í hlut lögsagnara, en þjófurinn
skyldi með gálgans straffi aflífast.2) Tveir morðingjar
voru dæmdir til dauða og skyldu þeir hálshöggvast eftir
forsvaranlegri tilhlutan sýslumanns.3) Þess var ennfrem-
ur getið að sýslumaður skyldi láta framkvæma líflátsdóm
samkvæmt embættisskyldu.4) í einum dómi frá 1699 seg-
ir, að sýslumaður hafi verið skvldur til að láta á leggja
stórkostlega húðlátsrefsingu, sem næst gangi lífi hins
dæmda.5 6) Af Alþingisdómi 1605 má og ráða, að sýslu-
menn hafa borið ábvrgð á fullnustu refsinga. °)
Stundum virðist sýslumaður hafa átt að leggja á r.efs-
ingu, þó að enginn dómur hefði gengið yfir sakborning-
inn. 1 þessu sambandi má t. d. minna á ákvæði Jónsbókar
í IV,i.-, sem leggur fyrir sýslumann, að taka þann mann,
sem hefur hitið annan mann, færa hann til þings og láta
þar brjóta framtönn úr höfði hans. Ef til vill má skilja
Jl). X, á sama hátt þar sem segir m. a. um refsingu fyrir
])jófnað: — og hafi slíka refsing, sem sá maður leggur á,
sem konungsvald hefur á hendi —. Ef til vill rná skilja
á sama veg ákvæði í Alþingisdómi frá 1604 urn skuldara,
sem eigi hcfur lokið skuld sinni, að hann skuli fyrir sína
1) A. í. IX, 10.
2) A. í. IX, 11.
3) A. í. IX, 17.
4) A. í. IX, 94.
5) A. í. IX, 108.
6) A. í. III, 361.
Tímarit löcjfræðinga
33