Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 51
Mannréttindakenningin í ljósi sögunnar og axnerískrar löggjafar. Höfundur erindis þess, sem hér birtist er George D. Brabson prófessor í lögum við Ohio Northern Univers- ity College of Law. Hann var gistiprófessor við Lagadeild Háskólans háustmisserið 1965, flutti fyrirlestra og hafði samtals- æfingar um lögfræðileg efni. Brabson prófessor er frá Tennessee og tók fyrstu próf sín við háskólann þar. Síðar lauk hann lagaprófi við Yaleháskóla og meistaraprófi í sögu við Georg Washington háskóla. Sérgrein Brabsons er skattaréttur og hefur hann ritað merkar bækur á því sviði. Áður fyrr vann hann að lögmannsstörfum hjá The Marathon Oil Co. Þá var hann og sérfræðilegur ráðunautur hjá The Bureau of Internal Revenue. Þegar ég kom til Islands fyrir tólf vikum, var ætlun mín að efna til tveggja námskeiða í lögum við háskóla vðar. Annað þeirra átti að fjalla um ameríska stjórnar- háttu og stjórnmál — hneigð þróunarinnar á vorum dögum, en hitt um ameríska lögfræði — aðaldrætti henn- ar og markalínur. A námskeiðinu í lögfræði hafði ég í hyggju að leggja mikla áherzlu á hina humanistisku hlið og þá helzt, eftir því sem hægt væri, á sögu, forsendur og meginreglur náttúruréttar. Þetta taldi ég réttlætan- legt af ýmsum ástæðum. 1 fyrsta lagi af því að amerísk lögfræði er vísindi kaþólskrar ættar. Hún leitar ekki fanga í einni réttar- heimild, eins og gert er i ýmsum löndum, heldur eru frumheimildirnar þrjár þ. e.: Almennur hrezkur venjuréttur, sctt amcrísk lög og amerísk dómafordæmi. Timarit lögfræðinga 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.