Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Qupperneq 25
3. Lögrétta.
Samkvæmt Jb. 1,3, skyldu þrennar tylftir manna eiga
sæti í lögréttu. Lögmaður og valdsmenn (sýslumenn) áttu
að nefna menn í lögréttu, þrjá úr hverju þingi. Skyldu
þeir nefna þá til, sem þeim þættu best til fallnir. Raunin
virðist hafa orðið sú, a. m. k. þegar líða tók á tímabilið,
að sýslumenn hafi ekki tekið þátt í nefningu manna í lög-
réttu, heldur hafi lögmenn gert það einir.x) Þess er þó
getið, að lögmaður hafi 1698 skikkað sýslumann að nefna
lögréttumenn. 1 2)
Sýslumenn áttu ekki, sem slíkir, sæti í lögréttu. Hins
vegar má gera ráð fyrir því, að þeir hafi oft verið nefndir
til að taka sæti í lögréttu. 1 forsögmun segir t. d., að allir
Jjeir valdsmenn og lögréttumenn, sem eigi hafi áður unn-
ið sína lögréttueiða, skuli nú eiða vinna.3) Dr. Páll Eggert
Ölason telur þó, að sýslumenn hafi alls ekki getað verið
lögréttumenn.4)
U. Seta í dómum.
Sýslumenn voru skvldir til að talca sæti í dómum. Um
þetta atriði gekk dómur á Alþingi árið 1579. Niðurstaða
dómsins varð sú, að sýslumenn allir væru skvldugir að
ganga alla þá dóma, sem þeir eru tilkvaddir af lögmönn-
um hvort heldur í lögréttu eður heima í héraði.5 6)
5. Innheimta þingvíta.
öll þingviti, sem til féllu á öxarárþingi og greiddust
ekki á því þingi, skyldu greiðast á næsta þingi og skyldu
sýslumenn innheimta þau og færa til þings, sbr. Jb. 1,5.
Samkvæmt Alþingisdómi frá 1582 var þessari reglu þá
fylgt. °) Á Alþingi 1662 var sýslumönnum tilsagt aðh.eimta
1) Sjá t. d. A. í. VI, 1, 98, 118 og VII, 136.
2) A. í. IX, 76.
3) A. í. I, 5, sbr. 203.
4) Páll E. Ólason: Menn og menntir II, 4.
5) A. í. I, 384—385.
6) A. f. II, 2.
Tímarit lögfræðinga
19