Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 33
mál dæma segir í Jb. 1,4. Eitt vitni gilti ekki. en tvö vitni jafngild því sem tíu væru, enda væru ekki andvitni. 1 skip- unarbréfi sýslumanna segir, að þeir skuli m. a. stefna mönnum fyrir sig og „próf á að taka“, slír. t. d. skipunar- bréf frá 1503. ^1) Próf átti að fara fram áður en refsing var á lögð samkv. réttarbótum konungs frá 1305.2) 1 vottaleiðslu frá 1369 er talað um, að sj'slumaður taki próf varðandi landamerki og fleira.3) 1 úrskurði lögmanns frá 1416 er gert ráð fyrir, að próf skuli leitt fyrir sýslumanni í sambandi við arf.4) 1 dómi frá 1422 er talað um að leiða próf fyrir sýslumanni.5 6) Til er vitnisburður um próftöku sýslumanns frá 1446.°) 1 Alþingisdómi frá 1573 er gert ráð fyrir rannsókn sýslumanna, vitnaleiðslum og gagna- öflun.7) Aþingisdómur frá 1597 leggur fyrir sýslumann að rannsaka eða upplýsa mál.8 9) Af þessum tilvitnunum má sjá, að sýslumenn áttu að upplýsa ýmis mál og rann- saka þau. Vitnaleiðslur og eiðfesting vitna fór fram fyrir sýslu- mönnum. °) Þess er getið, að þrír menn hafi svarið fullan liókareið fyrir sýslumanni árið 1307, um viðreka og bval- reka.10) Til er vottorð um fullan bókareið unninn fyrir sýslumanni af tveim mönnum árið 1471 um fæðingarár konu.11) Víglýsing var staðfest með eiði fyrir sýslumanni árið 1459,12) og vitnisburður um víglýsingu eiðfestur fvr- 1) í. F. VII, 644. 2) í. F. II, 344. 3) í. F. III, 254. 4) í. F. IV, 246. 5) í. F. IV, 302. 6) í. F. IV, 682. 7) Á. í. I, 144. 8) A. í. III, 101. 9) A. í. I, 260—261. 10) í. F. IV, 8. 11) í. F. V, 601. 12) í. F. V, 182. Tímarit lögfræðinga 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.