Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 12
siglingalaganna, eða hvort aðrar reglur um hlutlæga ábyrgð kunni að leiða til stofnunar kröfu. Ákvæði 205. gr. ber samkvæmt þessu að skýra þannig, að þegar út- gerðarmaður verður eftir gildandi réttarreglum ábyrgur fyrir tjóni, sem lýst er í 1.-5. tölulið greinarinnar, þá skuli ábyrgð vera takmörkuð, nema hann sé sjálfur með saknæmum Iiælti valdur að tjóninu, enda komi ekki til greina sú undantekningarregla í 2. mgr. 205. gr., sem áður var getið. í 1. tölulið 205. gr. ræðir fyrst um takmarkaða á- byrgð á bótakröfum vegna lífs- eða líkamstjóns manna, sem staddir eru á skipi til að fylgjast með því. Ákvæðið tekur ekki til skipstjóra, skipshafnar eða leiðsögu- manns, því að gagnvart þeim er ábyrgðin ótakmörkuð, svo sem fyrr var greint. Hér er því átt við aðra menn, sem fylgjast með skipi, og þá fyrst og fremst farþega. I öðru lagi er ábyrgð takmörkuð samkvæmt 1. tölu- lið á bótakröfum vegna tjóns á munum, sem í skipi eru. Hér kemur farmurinn einkum til greina, en einn- ig aðrar eignir í skipi, svo sem farangur farþega, mun- ir í eign skipverja o. s. frv. Samkvæmt 2. tölulið er ábyrgð takmörkuð á kröfum vegna tjóns á mönnum eða munum af völdum manna, sem á skipi eru. Hér er vitanlega undirskilið, að út- gerðarmaður beri samkvæmt gildandi réttarreglum á- bvrgð á verkum þeirra manna, sem tjóni valda. Undir 2. tölulið falla m. a. kröfur út af árekstri skips á annað skip, árekstri á hvers konar mannvirki svo og út af tjóni, sem menn i landi verða fyrir af völdum manna, sem á skipi eru. I 3. tölulið ræðir um bótakröfur vegna tjóns á mönn- um eða munum, þegar krafa á rót sína að rekja til siglingar skips eða starfrækslu, fermingar, afferming- ar eða flulnings á farmi eða farþegum. Að surnu leyti er hér um sams konar tjón að ræða og um er getið í 2. tölulið. Akvæðið hefur einkum sjálfstæða þýðingu 96 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.