Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 43
Við úrlausn máls þessa þótti einkum á það að líta, að stefndu hefðu l'allizt sérstaklega á, að stefnandi færi með mál verkfræðingsins X. og að gert var ráð fyrir því, að litið yrði á málið sem prófmál, að því er varðaði hina verkfræðingana. Þá þótti og ljóst, að stefnandi hefði sam- ið um það við ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, að nægjanlegt væri að liöfða mál fyrir einn af verkfræðing- unum og að mál hinna skyldu gerð upp á grundvelli þess dóms. Þá var bent á það í forsendum dómsins, að stefndu B. og C. hefðu komið á skrifstofu stefnanda til að gefa upplýsingar og greiða fyrir máli verkfræðingsins X. og að stefnandi hefði iiöfðað mál á aukadómþingi Keflavíkur- flugvallar fyrir alla stefndu, með þeirra vitund, að því er virtist, án þess að séð yrði, að það hafi sætt nokkrum and- mælum af þeirra hálfu, en við flutning þessa máls. 1 dómsforsendum var enn á það bent, að verkfræðing- urinn Y. Iiefði Jjegar greitt skuldina að sínu leyti og að stefndu hefðu eigi mótmælt kröfuhréfum stefnanda, þeim, sem þeir viðurkenndu að hafa móttekið, fyrr en málssókn h.afi hafizt, cnda þótt þeim mætti vera það Ijóst, að stefn- andi hefði litið á sig sem umbjóðanda þeirra við flutning framangreindra mála. I forsendum dómsins sagði ennfremur, að Jjegar allt framanritað væri virt, svo og atvik málsins að öðru leyti, J)á Jjætti greiðsluskylda stefndu nægjanlega sönnuð. Upplýst var í málinu, að málflutningslaun og útlögð réttargjöld nánm upphaflega kr. 18,380,00. Verkfræðing- arnir X. og Y. höfðu greitt inn á skuldina kr. 8,230,00, en auk J)ess höfðu verið greiddar inn á skuldina kr. 500,00 og virtist sú greiðsla hafa stafað frá stefnda B. og verið greidd til lögfræðingsins Z. Stóð því eftir hin umdeilda fjárhæð og var henni ekki tölulega mótmælt. Niðurstaða málsins varð því sú, að hinir stefndu B., C. og D. voru in solidum dæmdir til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina ásamt vöxtum og málskostnaði. (Dóniur bæjarþings Reykjavíkur 14. desemher 1965). Timarit lögfræðinga 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.