Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 49
fyllingareiður. Var stefndi með dóminum jafnframt skyld- aður til að greiða meðlag með barninu frá 28. febrúar 1961 til 25. maí 1964, ynni stefnandi eiðinn. Stefnandi vann eiðinn i febrúar 1966. 1 upphafi byggði stefnandi málssókn sína á því, að stefndi hefði viðurkennt faðerni barnsins fyrir presti og því hefði ekki verið þörf á að höfða barnsfaðernismál. Skýrði stefnandi svo frá, að er barnið hafi verið skírt, hafi það ekki verið skírt sem dóttir stefnda. Kvað stefn- andi umræddan prest hafa tjáð sér, er hann skírði barnið, að ekki þyrfti að gefa upp nafn föðurins, fyrr en það yrði fullra þriggja ára. Um mánuði áður en barnið hafi orðið þriggja ára, kvaðst stefnandi hafa farið til prestsins og tjáð honum, að stefndi væri faðir barnsins. Stefnandi kvað prestinn hafa átt tal við stofnun þá, sem um þessi mál fjalli, en þá hafi komið fram, að gefa hafi átt upp nafn föðurins áður en barnið væri tveggja ára. Stefnandí kvað og umræddan prest hafa hringt í sig nokkru síðar og sagt sér, að stefndi hefði svo gott sem viðurkennt fað- ernið. Hafi presturinn skýrt þetta nánar svo, að stefndi hefði játað fyrir sér, að vera faðir barnsins, en ekki viljað gefa skriflega yfirlýsingu um það, fyrr en hann hefði tal- að við hana, þ. e. stefnanda. Ekki kvaðst stefnandi hafa rætt um þetta við stefnda og ekki kveðst hún sjálf hafa krafið stefnda um viðurkenningu á faðerni barnsins, fyrr en hún höfðaði mál þetta. Er stefndi var að því spurður fyrir dóminum, hvort hann viðui'kenndi að vei’a faðir barnsins, kvaðst hann ekki treysta sér til að svai’a því. Taldi hann sig þurfa að fá frekari skýringar hjá stefnanda áður en til þess kæmi. Þá skýrði stefndi og frá því, að prestui’inn hefði kvatt sig á sinn fund einhverntíman eftir árið 1950 og spurt sig að því, hvort hann væri faðir barnsins. Kvaðst stefndi ekki hafa svarað þessu á annan hátt en þann, að hann skyldi láta stefnanda tala við sig. Vai’nir stefnda voru í upphafi byggðar á því, að hann Tímarit lögfræðinga 133

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.