Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 63
BÓKARFREGN Dr. jur. Axel H. Pedersen: Det Danske Advokatsamfund 1919—1969. Udgivet af Ad- vokatrádet pá Jurist-forbundets forlag, 1969. Lögmannastéttin hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum bæði hér og erlendis. Þar hefur akadem- iska námið sjálft ekki skipt mestu — og þó allmiklu — heldur „hreyttur heimur“. Um þær breytingar er deilt, að vísu ekki um þörf og nauðsyn breytinga heldur farveg. Eitt erum við þó hér í vestrænum heimi all flestir sammála um, en það er, að frjáls lögmannastétt sé nauðsynleg enda sé hún sér meðvituð um þá ábyrgð, sem slíku hlutverki fyigir. Okkur hér á landi er fengur að bókinni, sem hér er get- ið. Við, sem eldri erum, munum vel, að þegar íslenzk lög- mannastétt mótaðist fyrst (1911) var danska lögmanna- stéttin mjög höfð í huga. Mun á engan hallað þótt þeirra Eggerts Claessens og Sveins Björnssonar sé sérstaklega getið í því sambandi. Ensk og bandarísk áhrif hafa af skiljanlegum ástæðum gert nokkuð vart við sig, og get- ur það víkkað sjónarsviðið. Engu að síður verður ekki um það deilt, að bókin, sem hér er getið um, á erindi til ís- lenzkra lögfræðinga — ekki sízt lögmanna. Liggja til þess bæði söguleg rök og tímabær hugsun. Höfundinn þekkja margir hér af hók hans: „Sagförer- gerningen“ og ýmsum öðrum ritum hans, t.d. á sviði bygg- inga, shr. t. d. bók hans: „Byggeriets retlige og ökonom- iske organisation". Árið 1965 kom út 6. útgáfan af henni. Ég er ekki á þeirri skoðun, að bókin „Det danske ad- vokatsamfund“ sé nein ,biblía“, sem fylgja beri í einu og öllu, enda er hún saga. En hún er fróðlegt og skemmti- legt yfirlit, sem allir, er við dómsmál fást, munu hafa bæði gagn og gaman af að kynna sér. Th. B. L. Tímarit [Cnfræðinqa 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.