Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Side 68
Nýr prófessor. Sá, er þetta ritar, lét af störfum fyrir aldurssakir hinn 1. september s.l. Embættið hefur verið veitt Gauki Jör- undssyni lektor. Hér er þó um bið sama að ræða og oft endranær í lagadeild, að alls óvíst er, og reyndar ólíklegt, að hann taki við störfum undirritaðs, enda standa nú fyr- ir dyrum ýmsar breytingar á náminu, eins og fj'rr var getið. Gaukur lauk lagaprófi vorið 1959 með hárri fyrstu einkunn. Hann hefur stundað framhaldsnám í Osló, Kaup- mannahöfn og Berlín og unnið að rannsóknum á sviði Jögfræði, með stvrk úr vísindasjóði. Hann var um skeið fulltrúi yfirborgardómara í Reykjavík, en siðar lektor við lagadeildina. Hann hefur nú fengið tekna gilda doktors- ritgerð, sem Jiann mun verja innan skamms. Má alls góðs af honum vænta. Nýtt prófessorsembætti. Með lögum nr. 51 19/5 1969 var stofnað prófessorsem- bætti i ættfræði við lagadeild. Það er bundið við nafn Einars Bjarnasonar, áður endurskoðanda ríkisins. Pró- fessor Einar lauk prófi í lögum við Háskóla Islands árið 1933. Lengst af hefur liann starfað að endurskoðun, en hugur lians hefur þó einkum hneigzt að ættfræði og per- sónusögu. Hel'ur hann margt ritað á því sviði, t. d. Lög- réttumannatal og séð um útgáfu Alþingisbóka. Er þess að vænta, að vísindastarf á þessu sviði leiði til góðs árangurs, enda aðstaða hér betri en víða annars stað- ar, meðal annars vegna mannfæðar Islendinga og mikils áhuga þeirra á þessu sviði bæði fyrr og síðar. 152 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.