Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Page 11
ULFJÓNSSON Ulf Jónsson lögfræðingur andaðist í s.l. júní- mánuði, en hann hafði á síðari árum átt við nokkra vanheilsu að etja. Ulf Jón Skúli Jónsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Kaupmannahöfn 12. júlí 1906. Var faðir hans Magnús Jónsson lög- fræðingur og hagfræðingur frá Úlfljótsvatni. Átti Magnús heima í Kaupmannahöfn frá því að hann lauk lögfræðinámi þar árið 1904 til ársins 1920, er hann var skipaður prófessor í lögum við Háskóla Islands. Því starfi gegndi hann til 1933, en fjármálaráðherra var Magnús 1922— 1923. Móðir Ulfs, Harriet, var dönsk að ætt- erni, dóttir Gottlieb Bonnesens stórkaup- manns, menntuð kona og listræn. Til Reykjavíkur fluttist Ulf árið 1920 með for- eldrum sinum og bróður sínum Vagni, sem nú er hæstaréttarlögmaður ( Reykjavík. Ulf lauk stúdentsprófi árið 1925 og hóf þá nám í lögfræði. Vorum við 10 talsins af þeim stúdentaárgangi, sem settumst í lögfræðideild Háskóla íslands haustið 1925. Er margs góðs að minnast frá samskiptum okkar lög- fræðinemanna frá stúdentsárunum. Reyndist Ulf þægilegur félagi, léttur í lund, orðheppinn í besta lagi og glöggur á hina broslegu þætti í fari samferðamannanna. Undanskildi hann ekki heldur sjálfan sig i þeim efnum. Eftir embættispróf, sem við Ulf lukum sinn daginn hvor í júnímánuði 1930, skildu leiðir að mestu. Hvarf Ulf eftir skamma dvöl sem bankastarfsmaður í Reykjavík austur í ættarsveit sína Grafninginn og gerðist bústjóri á Úlfljóts- vatni, en þar rak Magnús prófessor, faðir hans, bú frá 1928 til dauðadags 1934. Árið 1939 hóf Ulf störf hjá Sogsvirkjuninni og starfaði hann í þjónustu orkuveranna við Sog allt til dauðadags 30. júní s.l. Hann reisti sér notalegt býli, að Brúarlandi skammt frá Ljósafossi, þar sem eiginkona hans Vilborg Kolbeinsdóttir fyrrum hreppstjóra Guðmundssonar á Úlfljótsvatni, bjó honum og börnum þeirra, sex dætrum og syni, gott og gestrisið heimili. Ulf var dag- farsprúður maður og hæglátur og ekki fyrir það gefinn að tylla sér á tá f félagsmálum. Hann naut vinsælda hjá samstarfs- og samferðamönnum sín- um. Og þá sjaldan við hittumst á síðari árum brá hann enn fyrir sig sömu góðlátlegu glettninni, sem einkenndi hugarfar hans og skapferli á skólaárunum. Hákon Guðmundsson 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.