Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 11
ULFJÓNSSON Ulf Jónsson lögfræðingur andaðist í s.l. júní- mánuði, en hann hafði á síðari árum átt við nokkra vanheilsu að etja. Ulf Jón Skúli Jónsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Kaupmannahöfn 12. júlí 1906. Var faðir hans Magnús Jónsson lög- fræðingur og hagfræðingur frá Úlfljótsvatni. Átti Magnús heima í Kaupmannahöfn frá því að hann lauk lögfræðinámi þar árið 1904 til ársins 1920, er hann var skipaður prófessor í lögum við Háskóla Islands. Því starfi gegndi hann til 1933, en fjármálaráðherra var Magnús 1922— 1923. Móðir Ulfs, Harriet, var dönsk að ætt- erni, dóttir Gottlieb Bonnesens stórkaup- manns, menntuð kona og listræn. Til Reykjavíkur fluttist Ulf árið 1920 með for- eldrum sinum og bróður sínum Vagni, sem nú er hæstaréttarlögmaður ( Reykjavík. Ulf lauk stúdentsprófi árið 1925 og hóf þá nám í lögfræði. Vorum við 10 talsins af þeim stúdentaárgangi, sem settumst í lögfræðideild Háskóla íslands haustið 1925. Er margs góðs að minnast frá samskiptum okkar lög- fræðinemanna frá stúdentsárunum. Reyndist Ulf þægilegur félagi, léttur í lund, orðheppinn í besta lagi og glöggur á hina broslegu þætti í fari samferðamannanna. Undanskildi hann ekki heldur sjálfan sig i þeim efnum. Eftir embættispróf, sem við Ulf lukum sinn daginn hvor í júnímánuði 1930, skildu leiðir að mestu. Hvarf Ulf eftir skamma dvöl sem bankastarfsmaður í Reykjavík austur í ættarsveit sína Grafninginn og gerðist bústjóri á Úlfljóts- vatni, en þar rak Magnús prófessor, faðir hans, bú frá 1928 til dauðadags 1934. Árið 1939 hóf Ulf störf hjá Sogsvirkjuninni og starfaði hann í þjónustu orkuveranna við Sog allt til dauðadags 30. júní s.l. Hann reisti sér notalegt býli, að Brúarlandi skammt frá Ljósafossi, þar sem eiginkona hans Vilborg Kolbeinsdóttir fyrrum hreppstjóra Guðmundssonar á Úlfljótsvatni, bjó honum og börnum þeirra, sex dætrum og syni, gott og gestrisið heimili. Ulf var dag- farsprúður maður og hæglátur og ekki fyrir það gefinn að tylla sér á tá f félagsmálum. Hann naut vinsælda hjá samstarfs- og samferðamönnum sín- um. Og þá sjaldan við hittumst á síðari árum brá hann enn fyrir sig sömu góðlátlegu glettninni, sem einkenndi hugarfar hans og skapferli á skólaárunum. Hákon Guðmundsson 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.