Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Qupperneq 12
fyrir sterku og gjörræðislegu ríkisvaldi. Nú eru tímarnir breyttir, dag- blöð og aðrir fjölmiðlar móta almenningsálitið að verulegu leyti og eru oft eins konar ríki í ríkinu. Ábyrgð þeirra er því mikil, ekki sízt ríkis- fjölmiðla og ríkisstyrktra fjölmiðla. Jafnframt er borgurunum fyrir miklu, að þetta ríka áhrifavald sé ekki misnotað gegn þeim, hvort sem það stjórnast af sölumennsku, pólitískri meinfýsi eða öðrum ögn já- kvæðari hvötum. Fréttakapphlaupið er orðið miklu hatrammara og óvægnara en áður fyrr, og kallar það líka á aukna vernd. 2) Annað, sem kallar á frekari refsivernd, er hinn margháttaði tæknibúnaður nútímans til upplýsingaöflunar, skoðunar og myndatöku. Má þar nefna tæki til hlerunar (hlustunar), oft örsmá að gerð, svo að þeim má leyna hvar sem er, t.d. í símtóli, í végg eða í fötum. Þá eru komin til sögunnar geislatæki (laser), er geta m.a. numið hljóðöldur, er lenda á gleri í gluggum. Ljósmyndatæknin er orðin slík, að hægt er að ná nærmyndum úr fjarlægð með sterkum aðdráttarlinsum, og mynda má í myrkri með infrarauðri lýsingu. Einnig má gera athuganir í myrkri með öreindatækjum. Sum þessi tæki er auðvelt að útvega. Þau eru meira að segja til sölu á almennum markaði, t.d. fullkomnar Ijós- myndavélar og sjónaukar. Um önnur gilda takmarkanir lögum sam- kvæmt, sbr. 1. nr. 30/1941, um fjarskipti. Skv. 2. gr. laganna hefur ríkið einkarétt á að stofna og reka hvers konar fjarskipti með raf- straum eða raföldum, þar á meðal ljósöldum, er ná til sendingar, flutn- ings og móttöku skeyta, tals, tóna, mynda eða annarra slíkra merkja, hvort heldur er eftir vírum, gegnum loft, sjó eða land eða á annan hátt. Sömuleiðis hefur ríkið einkarétt á að flytja til landsins, selja, leigja eða dreifa út á annan hátt, smíða, gera við, breyta eða setja upp hvers konar fjarskiptavirki (tæki, taugar, búnað o.fl.). Ráðherra getur þó veitt einstaklingum, félögum eða stofnunum leyfi um ákveð- inn tíma til þeirrar starfsemi, er að ofan greinir, sbr. 3. gr. Ráðherra getur enn fremur með reglugerð veitt almennt leyfi til tiltekinna minni háttar framkvæmda, sem ekki er hætta á, að trufli rekstur fjarskipta- virkja ríkisins, t.d. innanhússjónvarp. Hins vegar kunna einstakir hlutar slíkra tækja að fást á almennum markaði. Færir tæknimenn geta þá sett saman tæki, án þess að til komi leyfi eða eftirlit af hálfu stjórnvalda. Erfitt er að takmarka innflutning og sölu slíkra hluta, vegna þess að þeir eru notaðir í margs konar öðrum og löglegum til- gangi. Loks hefur tölvutæknin ýmsar hættur í för með sér, m.a. fyrir friðhelgi einkalífs og æruvernd. Raunhæfust er sennilega misnotkun tölvuunninna upplýsinga, sem almenningi er skylt að láta ýmsum opin- berum stofnunum í té. Misnotkun gæti átt sér stað af hálfu stofnun- 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.