Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Page 31
I. Meginatriði frumvarpsins til lögréttulaga er að bæta skuli einu dómstigi við í dómstólakerfi landsins. Er þar um að ræða tvær lög- réttur, sem svo eru kallaðar í frumvarpinu, og á önnur að hafa aðset- ur í Reykjavík en hin á Akureyri, en heimild að vera til að halda dóm- þing á öðrum stöðum. Ekki er lagt til, að öll mál geti farið fyrir þau þrjú dómstig, sem verða munu hér á landi, ef frumvarpið nær sam- þykki. Er sú hugmynd lögð til grundvallar, að venjulega fari hvert mál aðeins fyrir tvo dómstóla. Minni mál fyrir héraðsdóm fyrst og síðan lögréttu, en stærri mál fyrir lögréttu fyrst og síðan Hæstarétt. Þessi aðferð tíðkast í Danmörku, þar sem stærri mál fara ekki fyrir héraðsdóm heldur beint til landsréttanna sem fyrsta dómsstigs, en þessir dómstólar eru jafnframt áfrýjunardómstólar í málum, sem höfðuð eru í héraði. 1 tillögum réttarfarsnefndar er lagt til, að í lögréttum landsins sitji a.m.k. 15 embættisdómarar, 12 í Reykjavík og 3 á Akureyri, en forseti fslands getur ákveðið eftir tillögu dómsmálaráðherra, að þeir skuli vera fleiri. Yfirleitt eiga þrír af þessum dómurum að fjalla um hvert mál, þó að svo þurfi ekki að vera á fyrstu stigum málsmeðferðar. Þetta ákvæði um fjölskipaðan dóm er að sjálfsögðu meginbreyting frá því sem nú er um fyrsta dómstig. Rökin eru ýmis, m.a. þau, að til lög- réttanna komi fyrst og fremst hin stærri mál og að hin gamalkunna regla um, að betur sjái augu en auga, skipti hér máli. Það er alltaf ábyrgðarhluti að kveða upp dóma, en mest reynir á dómara í stórum eða flóknum málum. Er þá gott að eiga stuðnings að vænta í umræð- um um mál við aðra dómara, bæði til að allt það komi fram, sem ein- hverju skiptir, og til að skoðanir geti mótast eftir sem rækilégasta athugun. Sjálfur tel ég ekki vafa á, að þetta skipti mestu, en hitt sé veigaminna, að fjölskipaður dómur er nokkru þyngri í vöfum en dóm- ur, sem einn maður situr í. Þess er einnig að geta, að í lögréttufrum- varpinu er gert ráð fyrir, að heimilt sé að kveðja til sérfróða með- dómendur. Þegar það er gert, sitja 5 menn í dómi, 3 embættisdómarar og tveir sérfróðir dómarar. Tekið er fram í frumvarpinu, að þetta megi því aðeins gera, að deilt sé um staðreyndir, sem fram eru bornar sem málsástæður. 1 þessu felst, að ekki má kveðja til sérfróða lög- fræðinga vegna erfiðra lagaatriða. Eitt þeirra atriða, sem réttarfarsnefnd ræddi mikið, þegar lögréttu- lagafrumvarpið var í smíðum, var, hvaða mál skyldu ganga beint til hinna nýj u dómstóla sem fyrsta dómstigs. Lagt er til, að engin breyt- ing verði á starfsemi fógetaréttar, skiptaréttar og uppboðsréttar. Um 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.