Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 41
stigi. Slíkt fyrirkomulag krefðist þess, að mjög væri vandað til vals dómenda. Loks ber að geta þess, að frumvarp réttarfarsnefndar til breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði felur að ýmsu leyti í sér, að dómendum er fengið aukið vald í hendur, m.a. til þess að kveða upp úrskurði á staðnum án forsendna. Aðrar tillögur síðast- nefnda frumvarpsins ganga í svipaða átt. Allt þetta eykur mikilvægi þess, að vandað sé til vals dómenda. í 2. gr. frumvarpsins er sagt, að forseti skipi m.a. embættisdómend- ur lögréttu að tillögu dómsmálaráðherra og ákveði fjölda þeirra. Það samrýmist ekki nógu vel sjálfstæði dómstóla, að ráðherra ákveði fjölda dómenda. Það á að vera verk löggjafarvaldsins að ákveða a.m.k. hámark þeirra. 3. 1 7. gr. frumvarpsins segir, að sérfróðir meðdómsmenn skuli taka sæti í lögréttu í síðasta lagi við upphaf aðalflutnings. Samkvæmt til- lögum réttarfarsnefndar til breytinga á lögum um meðferð einka- mála í héraði skal skipta flutningi í öflun gagna (frumflutning) og aðalflutning (þar sem fram fara yfirheyrslur og munnlegur málflutn- ingur í einni lotu að jafnaði). Þetta kerfi stenst, ef tekst að hafa aðalflutning í einni lotu. Hætt er við, að það takist ekki nærri alltaf fremur en við núverandi aðstæður. Sú regla er því sennilega affara- sælust, sem framkvæmdin hefur þróað smám saman, þ.e. að héraðs- dómari ákveði sjálfur, á hvaða stigi máls hann kveðji til meðdóms- menn. Héraðsdómendur vita, að það er þyngra í vöfum að hafa með- dómsmenn í vitnaleiðslum og stundum þarflaust. Því er tilhneiging til að kveðja þá ekki til vitnaleiðslu nema brýn nauðsyn sé til. Þetta er besta leiðin til að auka virkni og forðast þunglamalega meðfei’ð. Embættisdómai’a er treystandi að kveðja til séi’fi’óða meðdómsmenn á réttu augnabliki. I frumvarpinu til lögréttulaga er þess hvergi getið, hver skuli ákvai'ða greiðslur til meðdómsmanna. I frumvai’pi réttarfarsnefndar til breytinga á lögurn um meðferð einkamála í héraði er sagt, að hér- aðsdómai’i eigi að gei’a þetta, en það ákvæði vii’ðist ekki eiga við urn lögréttu. Mikilvægt er, að dómendur hafi þetta úrskurðarvald, og því þarf að kippa þessu ati’iði í lag. 4. Ég er sammála Hrafni Bragasyni í fyrrnefndri tímaritsgrein bls. 36, urn að réttai’a og eðlilegra sé að skipta um forseta lögréttna með ákveðnu millibili heldur en að skipa í það embætti í eitt skipti fyrir öll eins og lögréttufrumvarpið gerir í’áð fyrir. Ég ætla ekki að end- 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.