Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Síða 8
dómstjórar setja fram fjárlagatillögur á sama hátt og forstöðumenn stjórnsýslu-
stofnana. Bráðabirgðalöggjafinn á almennt sjálfur dóm unr löggjafarnauðsyn-
ina. Dómstólar geta skorið úr um lögmæti ákvarðana stjórnvalda ef á reynir í
sambandi við sérstök sakarefni en ágreiningur stjórnvalda innbyrðis verður ekki
lagður beinlínis undir úrlausn dómstóla. nema þau varði álitaefni á sviði
borgararéttar og a.m.k. annar aðilinn sé nokkuð sjálfstæður, t.d. sveitarfélag
eða banki. Dómendur geta almennt ekki haggað ákvörðunum sem byggjast á
frjálsu mati stjórnvalds, en löglíkur verða taldar fyrir úrskurðarvaldi dómstóla
um lagaatriði. Aðalreglan er að stjórnskipulega er ólögmætt að svipta dómendur
úrlausnarvaldi um lagaatriði, en flutningur aðfarargerða og þinglýsinga af sviði
dómstóla til sýslumanna verður talinn stjórnskipulega réttur þar sem þau störf
eru eðli sínu samkvæmt framkvænrdastörf.
Enn hafa engin ákvæði um ákæruvaldið komist inn í stjórnarskrá og er því
löggjafanum frjálst að skipa því að vild. Þannig má leggja það hvort heldur sem
er til dómsvaldsins eða framkvæmdavaldsins. T.d. má veita dómsmálaráðherra
boðvald yfir ríkissaksóknara, en að öðru óbreyttu mundi saksóknara þá vera rétt
að flytja mál munnlega gegn skoðun ráðherra þótt hann yrði að hlýða fyrirmæli
um að gefa út ákæru. („La plume est serve, la parole est libre“). Væri svo fyrir
mælt í lögum að opinber ákærandi teldist fara með dómsvald nyti hann sama
öryggis í starfi og dómari, en sú staða væri ekki varin af stjórnarskrá. Ekkert er
því til fyrirstöðu að embætti ríkissaksóknara og ríkislögmanns verði sameinuð
svo sem sumsstaðar tíðkast.
Ætla má að skoðanir sem fara í bága við það sem hér hefur verið rakið eigi
ekki upp á pallborð dómenda, en þó verður ekki fullyrt að þeim verði alfarið
hafnað. Ef svo væri, væri að verulegu leyti tekið fyrir þróun réttarins með öðrum
hætti en löggjöf. Þessar sömu skoðanir kunna að eiga fullt erindi við stjórnar-
skrárgjafann og er vonandi að brátt takist að setja lýðveldinu sjálfstæða
stjórnarskrá við hæfi í stað þess að staga í gamalt fat stjórnarskrár um hin
sérstaklegu málefni Islands.
144