Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 25
tækja eða stofnana innan sinnar lögsögu með því að bregðast ekki við mismun- un með öllum tiltækum ráðum. í jafnréttislögum er hvers kyns mismunun eftir kynferði lýst óheimil og sérstakar skyldur lagðar á stéttarfélög og atvinnu- rekendur til að vinna að raunverulegu jafnrétti kynja. Engar leiðbeiningar er að finna um hvað felist í „öllum tiltækum ráðum“, þ.e. hversu langt ríkisvaldið get- ur gengið gagnvart einstaklingi, félagasamtökum eða fyrirtæki til að tryggja markmið kvennasamningsins og fullnægja þannig þessum skyldum sínum. Sem dæmi hér mætti nefna launamisrétti kynja. Vitað er að konur fá um 12 til 15% lægri laun en karlar einungis vegna kynferðis síns. Ríkið er bæði stór atvinnu- rekandi og hefur einnig tekið á sig þá þjóðréttarlegu skuldbindingu að útrýma kynbundnu launamisrétti. Möguleikinn á að ná markmiðinu er hins vegar a.m.k. að hluta háður öðrum aðilum svo sem sérhverjum forstöðumanni ríkisstofnunar, öðrum atvinnurekendum og þeim stéttarfélögum sem að koma. Víða erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, hefur rrkisvaldið gripið til aðgerða eins og að útiloka fyrirtæki frá viðskiptum við hið opinbera nema það leggi fram jafnréttisáætlun. Annað dæmi er að ríkisvald skilyrði fjárstuðning til félagasamtaka því að þau starfi að jafnrétti kynja. Með því að leggja bann við hvers konar mismunun, sbr. 3. gr. jafnréttislaga, eiga hin formlegu réttindi kvenna að vera tryggð alls staðar í samfélaginu. Raunveruleg réttindi krefjast aðgerða. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um það hér á landi til hverra aðgerða ríkisvald getur gripið gagnvart öðrum en því sjálfu, án þess t.d. að brjóta önnur ákvæði stjómar- skrárinnar s.s. um persónu-, atvinnu- og félagafrelsi. 4.4 CEDAW nefndin Eftirlitsnefndin með framkvæmd samningsins, CEDAW nefndin, er skipuð 23 sérfræðingum. Hvert ríki sem aðild á að samningnum getur tilnefnt einn af þegnum sínum og eru nefndarmenn kjömir í leynilegri atkvæðagreiðslu á fundi aðildarríkjanna, sbr. 17. gr. samningsins. Skipunartími nefndarmanna er fjögur ár. í 1. tl. 17. gr. er tekið fram að gæta skuli ákveðinnar hnattdreifingar við val á fulltrúum og að sérhver nefndarmaður starfi þar sem einstaklingur en ekki fulltrúi síns ríkis. Hefð er fyrir því á Norðurlöndum að löndin skiptist á um að tilnefna einn fulltrúa og er norræni fulltrúinn nú frá Noregi. Island hefur aldrei átt fulltrúa í nefndinni. Aðildamkin skulu skv. 18. gr. samningsins leggja fyrir aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna skýrslur sínar til athugunar fyrir nefndina um laga- legar, réttarlegar, stjómunarlegar og aðrar ráðstafanir sem þau hafa gert til að framfylgja ákvæðum samningsins. Fyrsta skýrslan skal lögð fram innan árs frá gildistöku en síðan á a.m.k. fjögurra ára fresti. Vegna fjölda þeirra ríkja sem staðfest hafa samninginn getur nefndin ekki tekið sérhverja skýrslu ríkjanna til ítarlegrar skoðunar og nokkur brögð eru að því að ríki dragi að uppfylla þessa skyldu sína. Hlutverk CEDAW nefndarinnar er að taka til skoðunar framkvæmd aðildar- ríkja á ákvæðum samningsins. Nefndin getur hvorki tekið til umfjöllunar né 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.