Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 39
5. Rétti til þess að láta eign ganga að erfðum. 6. Rétti til þess að leita vemdar handhafa opinbers valds til vemdar eigninni. Eigandi eignar eða verðmætis hefur almennt allar þessar heimildir og stund- um fleiri. Þó er hægt að benda á tilvik, þar sem sumar þessara heimilda eru til staðar og aðrar ekki. Þannig geta samkvæmt lögum verið takmarkanir á rétti til að framselja tilteknar eignir eða veðsetja þær eða jafnvel að láta þær ganga í arf, en ekki skal farið frekar út í þá sálma hér. 2.4 Tilkoma nýrra réttinda Þegar leitað er svara við því, hvemig háttað sé eignarrétti yfir veiðiheimild- um samkvæmt íslenskum rétti, verður oft erfitt um svör. Hér er um ný réttindi að ræða, og því er engan veginn auðvelt að setja álitaefnið í hefðbundið lög- fræðilegt samhengi. Þó verður að hafa í huga, að í tímans rás hafa dómstólar þurft að afmarka nánar ýmis hefðbundin eignarréttindi og taka afstöðu til rétt- inda, sem síðar eru til komin, sbr. H 1996 3002 (Fosshólar), sem nánar verður vikið að í kafla 10 hér á eftir. Enginn deilir um það, að fiskiskip, sem gert er út til veiða á miðunum við ís- land, er háð beinum eignarrétti þess eða þeirra aðila, sem era eigendur skipsins á hverjum tíma. Hinu sama gegnir um tól og tæki, sem skipinu fylgja og nauð- synleg eru til útgerðar þess. Slfk eignarréttindi njóta tvímælalaust vemdar eign- arréttarákvæðis stjómarskrárinnar, og verða eigendur ekki sviptir þeim bóta- laust. Ekki er hins vegar sjálfgefið, að hinu sama gegni að öllu leyti um þær veiðiheimildir, sem þessum skipum hefur verið úthlutað á grundvelli gildandi laga. Það ræðst fyrst og fremst af túlkun þeirra lagareglna, sem um slík réttindi gilda, með hliðsjón af reglum sjálfrar stjómarskrárinnar. Við mat í þeim efnum, hvort veiðiheimildir séu eign handhafa þeirra í hefð- bundinni lögfræðilegri merkingu hugtaksins, skiptir m.a. máli að reyna að gera sér grein fyrir því, hverja lögfræðilega þýðingu sú yfirlýsing hefur, sem fram kemur í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna, að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þá er og eðlilegt að sú spuming vakni, hvort þjóðin sem slík, þ.e. þjóðarheildin án nánari afmörkunar, geti verið eigandi í hefðbundinni merkingu þess hugtaks. Loks skiptir máli, hvort hafsvæðin við Island og fiskistofnar á Islandsmiðum séu verðmæti, sem geta yfirleitt verið eignarrétti undirorpin með sama hætti og fasteignir, skip, bílar og hvert annað lausafé, sem við höfum í kringum okkur á degi hverjum. Spumingum sem þessum er ekki einfalt að svara. Ekki er það heldur til að auðvelda umræðuna, að aðgangur að fiskimiðunum við ísland hefur lengst af íslandssögunnar verið frjáls, og þá ekki aðeins fyrir Islendinga, heldur fyrir út- lendinga líka, þótt reyndar hafi breyting orðið þar á í seinni tíð. Því hlýtur öll umræða um eignarréttarlega stöðu veiðiheimilda í dag að byrja á því að reyna að átta sig á þýðingu þess, að veiðar á hafsvæðunum við strendur Islands, hafa allt frá upphafi Islandsbyggðar og fram til okkar daga verið öllum mönnum frjálsar að meginstefnu til, og skal næst að því vikið. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.