Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 82

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 82
Leikmannadómendur eru mismargir eftir þvr hvort þeir starfa í tengslum við almennu dómstólana eða almennu stjórnsýsludómstólana. I málum sem heyra undir almennu stjórnsýsludómstólana sitja venjulega þrír leikmanndómendur og einn embættisdómari. I millidómstiginu sitja tveir leikmannadómendur og þrír embættisdómarar. Aftur á móti sitja einvörðungu þrír embættisdómarar og enginn leikmannadómandi r einfaldari málum á einkaréttarsviðinu sem rekin eru fyrir almennu dómstólunum, en í refsimálum sem rekin eru þar sitja ýmist þrír eða fimm leikmannadómendur og einn embættisdómari. I þeim tilvikum þar sem leikmannadómendur eru fleiri embættisdómurum geta þeir borið embættisdómarann ofurliði, séu þeir bæði sammála um forsend- ur og niðurstöðu. Hlutverk leikmannadómenda er að miðla almennri þekkingu og reynslu til dómsins og er ætlað að fyrirbyggja tortryggni hjá almenningi um hlutdrægni dómsins, enda endurspegli þeir viðhorf hans. Þeim er ætlað að dæma eftir lög- unum og þeir bera sömu ábyrgð á úrlausnum dómsins og reglulegir dómendur. Þeim ber og skylda til að halda í heiðri þagnarskyldu reglulegra dómara, gæta reglna um vanhæfi og áður en þeir taka við starfi sínu sem leikmannadómendur ber þeim að sverja svokallaðan dómaraeið. Þeir eru ekki lögfræðimenntaðir og koma úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Við heimsóknir mínar á sænska dóm- stóla kom þetta fyrirkomulag mér mest á óvart. Mér kom undarlega fyrir sjónir að forstjórinn, sjómaðurinn, eða ljósmóðirin í næsta húsi gætu brugðið sér í líki dómarans og borið sömu skyldur og sömu ábyrgð á úrlausn einstakra mála og embættisdómarinn. Þótt opinberir starfsmenn teljist vanhæfir til að gerast leik- mannadómendur sökum augljósrar hættu á hagsmunaárekstrum, er engu að síður ljóst að þeir sem skipa þessar stöður þurfa oft að fjalla um málefni sem snerta þá sjálfa á beinan eða óbeinan hátt. Fyrirkomulag þetta hefur sætt aukinni gagnrýni á undanfömum ámm, en það á sér þó enn sterka formælendur, sem segja að réttlæti verði aðeins skilgreint með aðstoð leikmanna og að tiltrú al- mennings á réttarskipaninni verði meiri fái leikmannadómendur að taka þátt í handhöfn dómsvaldsins. Gagnrýnendur þessarar skipanar hafa hins vegar sagt að réttlætinu geti eða ætti fremur að vera unnt að framfylgja á vísindalegri hátt, án leikmannadómenda og að leikmannadómendur skorti lögfræðilega getu til að skera úr ágreiningsefnum. Þá halda þeir því enn fremur fram að sé tiltrú manna á lögum og réttarskipan áfátt, verði lögum einungis breytt af löggjaf- anum, en ekki í dómstólunum. Enn fremur hafa þeir bent á með réttu, að hætta sé á að leikmannadómendur fylgi pólitískri sannfæringu sinni, þar sem þeir séu valdir pólitískt og hafa þessar raddir fengið byr undir báða vængi í Svíþjóð. Má sem dæmi nefna að nýlega féll dómur í Uppsala Lánsrátt í máli ákæruvaldsins gegn konu sem staðin hafði verið að búðarhnupli. Hún situr í bæjarstjóm Upp- sala og allir hinir pólitískt völdu leikmannadómendur vildu sýkna hana, en embættisdómarinn taldi að það bæri að sakfella hana, þar sem honum þótti ljóst að sök hefði verið sönnuð. Embættisdómarinn var borinn ofurliði og konan var sýknuð. Málinu hefur verið áfrýjað til Hovrátten. Þá hefur þetta fyrirkomulag 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.