Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 15
Með andskýringarreglunni er átt við að óljósa eða tvíræða skilmála ábyrgðar beri jafnan að skýra þeim í óhag sem einhliða hefur samið skilmála eða ráðið efni þeirra til lykta. Þessi regla kemur í veg fyrir að viðkomandi geti bætt réttarstöðu sína með óskýrum ábyrgðarskilmálum. Þetta gæti hvort heldur sem er tekið til ábyrgðarmanns sem leitast við að takmarka ábyrgð sína eða kröfuhafa sem reynir að haga málum þannig að hann öðlast frekari rétt á hendur ábyrgðarmanni. Hafi aðalskuldari aftur á móti samið óljósa skilmála verður fremur að ætla að þeir verði túlkaðir ábyrgðarmanni í hag og er það í samræmi við fyrrgreinda meðskýringarreglu. Þetta verður þó tæplega talið algilt og ræðst af nánari atvikum hverju sinni.4 2.4 Ýmis tilvik Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið getur skipt máli við mat á því hvort skilmálar teljist bindandi og við túlkun kröfuábyrgðar hverjir eiga aðild að við- komandi ábyrgð og önnur atvik við stofnun hennar. Þannig hefur áhrif hvað þetta varðar hvort einstaklingur hefur gengist í ábyrgð gagnvart lánastofnun eða öfugt. Þykir ástæða til að huga nánar að þessum mismunandi tilvikum. Þegar einstaklingur gengst í kröfuábyrgð gagnvart lánastofnunum er tíðast að notast sé við stöðluð form viðkomandi stofnunar. Þá getur komið til álita að óvenjulegir og íþyngjandi skilmálar teljist ekki binda ábyrgðarmann nema þeir hafi verið kynntir honum sérstaklega. Jafnvel þótt ábyrgðarmaður teljist hafa samþykkt slíka skilmála getur eftir atvikum verið unnt að víkja þeim til hliðar í heild eða að hluta samkvæmt 36. gr. laga m. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga (hér eftir skammstöfuð SML). Þetta gæti til dæmis átt við ef ábyrgðarskilmálar leggja áhættuna af vanrækslu kröfuhafa á herðar ábyrgð- armanni. Hér má nefna skilmála þess efnis að ábyrgðarmaður sé bundinn óháð skuldbindingu aðalskuldara eða frekari tryggingum fyrir efndum kröfu. Við 4 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 56-58; Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls 23; Henry Ussing: Kaution, bls. 34-35. I H 1955 651 reyndi á skýringu óljósra ábyrgðarskilmála. Málsatvik voru þau að M hafði með höndum forstöðu fyrir póstafgreiðsluna í Vestmannaeyjum. Hann samdi ábyrgðaryfirlýsingu og aflaði undirritunar tíu manna þar sem þeir skuldbundu sig sem sjálfskuldarábyrgðarmenn gagnvart póstsjóði fyrir 25.000 krónum ef vanskil yrðu á skilum póstfjár af hendi M. Niðurlag yfirlýs- ingarinnar var svohljóðandi: „... þannig að við skuldbindum okkur til, einn fyrir alla og allir fyrir einn, að greiða póstsjóði skaðlaust allt að nefndri upphæð kr. 2500.00 tvö þúsund og fimmhundruð krónur 00/100, ef téður póstafgreiðslumaður stendur eigi í skilum". í kjölfar þess að M varð uppvís að sjóðþurrð krafðist póststjómin greiðslu úr hendi ábyrgðarmanna og gerði þá kröfu aðallega að þeir yrðu dæmdir in solidum til greiðslu 25.000 króna. í dómi Hæstaréttar sagði svo: „Samkvæmt upphafi áðurgreinds ábyrgðarskjals taka aðaláfrýjendur, 10 að tölu, skýrum orðum að sér ábyrgð á „kr. 25.000 - tuttugu og fimm þúsund krónum“ - af póstfé því, sem fyrmefndum póstafgreiðsl- umanni yrði trúað fyrir. Ábyrgjast þeir því alls þá fjárhæð. Sfðari hluti skjalsins þykir hins vegar verða að skýra svo, að ábyrgð hvers einstaks sé pro rata þannig, að hver aðaláfrýjenda ábyrgist þá fjárhæð, sem tilgreind er í niðurlagi þess, kr. 2500.00. Er þetta eðlilegust skýring á ábyrgðar- skjalinu, þar sem niðurlagsákvæði þess verður að öðmm kosti ekki samræmt því, sem segir í upphafi skjalsins". I H 1956 392 var komist að sömu niðurstöðu um hliðstætt sakarefni. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.