Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 7
Tímarit löafræðinqa 1. hefti • 50. árgangur apríl 2000 HVERJIR VERÐA DÓMARAR FRAMTÍÐARINNAR? Lögmannafélag íslands hélt hinn 10. febrúar sl. fund um það álitaefni hverjir verði dómarar framtíðarinnar. Framsögu á fundinum höfðu Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður og Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari og formaður Dómstólaráðs. Dómurum var boðið til fundarins og sátu hann all margir þeirra. Segja má að undanfama áratugi æðimarga hafi það verið aðalregla að héraðsdómarar hafi komið úr röðum dómarafulltrúa, og er þá átt við dómara í Reykjavík og héraðsdómara við embætti sýslumanna og bæjarfógeta og tímann fyrir aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds. Stöku undantekning var frá því og var þá helst um að ræða lögfræðinga sem starfað höfðu í stjómarráðinu. Varla þekktist að starfandi lögmaður væri skipaður héraðsdómari og reyndar sjaldgæft að lögmenn sæktu um dómarastarf. Það sem hér verður á eftir sagt á fyrst og fremst við um héraðsdómara en skipanir í stöðu hæstaréttardómara lúta svo ólíkum lögmálum að um það þyrfti að fjalla sérstaklega sem ekki verður gert hér. Þegar aðskilnaðarlögin tóku gildi vom á sama tíma fimm dómarar skipaðir sem ekki höfðu áður skipað embætti dómara. Komu þeir allir úr röðum dóm- arafulltrúa en þrír þeirra vom á þessum tíma settir dómarar. Síðan þá hafa níu dómarar verið skipaðir. Tveir þeirra vom áður héraðsdómarar, tveir lögmenn, fjórir dómarafulltrúar og einn sem gegnt hafði ýmsum störfum, þ.á m. verið dómarafulltrúi. Héraðsdómarar landsins era 38 talsins. Samkvæmt því sem fram kom í fram- söguerindi Sigurðar Tómasar Magnússonar var starfsreynslu þeirra þannig háttað áður en þeir vom skipaðir dómarar að 25 þeirra höfðu eingöngu starfað innan dómskerfisins, þ.m.t. sem fulltrúar við sýslumanns- eða fógetaembætti fyrir 1992, eða 66%. Að stærstum hluta innan dómskerfisins höfðu starfað 9 1

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.