Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 20
H 1928 895 Tveir hreppar gengust í ábyrgð til tryggingar sparisjóðsláni til kaup- félags. Mál var höfðað á hendur hreppunum til heimtu eftirstöðva lánsins en þeir töldu óheimilt að lögsækja sveitarfélögin nema sannreynd yrði ógjaldfæmi aðal- skuldara. I dómi Hæstaréttar sagði svo: „Að því athuguðu, að tekið er fram í ábyrgðar- yfirlýsingu hreppsnefndanna, að lánið verði tekið í Islandsbanka eða einhverri annarri opinberri lánsstofnun, en kunnugt er að bankamir veita aðeins ábyrgðarlán gegn sjálfskuldarábyrgð, verður að líta svo á að umrædd ábyrgðaryfirlýsing feli í sjer sjálfskuldarábyrgð og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm ... “. Ætla verður að nokkuð þurfi að koma til svo venja yrði talin vera grundvöllur sjálfskuldarábyrgðar enda er um að ræða frávík frá þeirri meginreglu að slík ábyrgð verði beinlínis að leiða af efni þeirrar skuldbindingar sem ábyrgðar- maður hefur gengist undir. Þetta á sérstaklega við ef einstaklingur hefur tekist á hendur ábyrgð gagnvart lánastofnun. Þótt slíkar stofnanir krefjist almennt sjálfskuldarábyrgðar verður það eitt tæplega talið nægilegur grundvöllur venju ef slíkt leiðir ekki af efni skuldbindingar. Virðist nærtækara að gera þær kröfur til lánastofnana að skuldbindingar séu ótvíræðar enda er það í samræmi við sjónarmið um neytendavemd sem ætla verður að dómstólar hafi í auknum mæli til hliðsjónar. Ef gengist er í ábyrgð fyrir greiðslu annars en peninga hefur aftur á móti sú regla verið talin gilda að um sjálfskuldarábyrgð sé að ræða nema annað leiði beinlínis af efni þeirrar skuldbindingar sem ábyrgðarmaður hefur gengist undir. Þannig yrði greiðsluskylda ábyrgðarmanns virk þegar aðalskuldari hefur van- efnt skuldbindingu sína. Þetta helgast af því að fyrrgreind meginregla um að ábyrgðarmaður verði almennt ekki talinn hafa gengist undir sjálfskuldarábyrgð nema það leiði af efni viðkomandi skuldbindingar hefur aðeins verið talin gilda um peningakröfur.17 3.2.3 Lagaákvæði um sjálfskuldarábyrgð í settum lögum má finna ákvæði sem lúta að sjálfskuldarábyrgð. Þannig er í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/1989 um aðför mælt fyrir um að krefjast megi aðfarar hjá þeim sem skylda hvílir á samkvæmt aðfararheimild. Þetta nái einnig til þeirra sem tekið hafa á sig sjálfskuldarábyrgð á efndum skuldbindingar sam- kvæmt skuldabréfi, víxli eða tékka, sbr. 7. og 8. tl. 1. mgr. I. gr. laganna. Einnig er ástæða til að geta þess að hömlur eru lagðar við sjálfskuldarábyrgð af hendi ríkisins. I 1. gr. laga nr. 121/1997 um ríkisábyrgðir segir að ríkissjóður megi ekki ganga í sjálfskuldarábyrgð nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum þeim sem ábyrgð heimila. 17 Henry Ussing: Kaution, bls. 83-84. Þessi niðurstaða er ekki vafalaus og hefur hún verið vefengd af Carsten Smith, sjá Garantirett I, bls. 60-71. Sjá einnig umfjöllun H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 67 og Hans Verner Hpjrup: Kaution, bls. 40-42. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.