Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 43
rætt þegar gerð er grein fyrir reglum um lok ábyrgðarskuldbindingar og er því utan efnis þessarar greinar. 4.3.4 Uppsögn ábyrgðar Þegar kröfuábyrgð er viðvarandi þannig að hún taki til þeirra skuldbindinga sem stofnast síðar á hendur aðalskuldara kann ábyrgðarmaður að hafa áskilið sér rétt til að segja ábyrgðinni upp. Einnig verður talið í samræmi við almennar reglur kröfuréttar að ábyrgðarmaður geti sagt upp ótímabundinni viðvarandi ábyrgð. Með uppsögn ábyrgðar takmarkar ábyrgðarmaður skuldbindingu sína gagnvart kröfum sem stofnast á hendur aðalskuldara eftir að uppsögnin tekur gildi. Uppsögn kröfuábyrgðar er ákvöð og um hana gilda reglur samningaréttar um ákvaðir. Uppsögn ábyrgðar getur verið háð því að kröfuhafi fái hæfilegan frest þar til uppsögnin tekur gildi. Sá frestur er ýmist ákveðinn í samningi ábyrgðarmanns og kröfuhafa eða leiðir af ólögfestum reglum. Þegar ekki hefur verið samið sér- staklega um lengd uppsagnarfrests verður að ætla kröfuhafa ráðrúm til að koma í veg fyrir að frekari skuldbindingar stofnist á hendur aðalskuldara. Hvað talið verður hæfilegt í þeim efnum veltur á atvikum hverju sinni. I sumum tilvikum getur kröfuhafi þegar í stað stöðvað viðskipti aðalskuldara og ætti það til dæmis við um úttekt af hlaupareikningi í lánastofnun. Ef aðstæður eru á þennan veg tekur uppsögn ábyrgðarmanns þegar gildi. í öðrum tilvikum verða viðskipti ekki stöðvuð fyrirvaralaust, svo sem ef kröfuhafi er bundinn af samningi við aðalskuldara. Þá getur kröfuhafi fyrir sitt leyti þurft að segja upp þeim samningi og verður hann að hafa til þess hæfilegt svigrúm án þess að ábyrgð til tryggingar á efndum samningsins falli úr gildi.68 I samningi um kröfuábyrgð kann að vera ákvæði um að hún sé óuppsegjan- leg. Ákvæði af því tagi eru almennt bindandi en þó getur í einstaka tilviki verið unnt að víkja til hliðar á grundvelli 36. gr. SML. Á það sérstaklega við ef fjárhag aðalskuldara hefur hrakað verulega.69 4.4 Aukaliðir kröfu 4.4.1 Almennt Með aukaliðum kröfu er átt við aðra hluta kröfunnar en höfuðstól, svo sem vexti, verðbætur, dráttarvexti og innheimtukostnað. í framkvæmd er algengt að beinlínis sé tekið fram í skilmálum ábyrgðar að skuldbinding ábyrgðarmanns 68 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 47; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 24-25; Henry Ussing: Kaution, bls. 44-46. Almennt um uppsögn samninga vísast til Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 16-19. 69 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 47. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.