Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 62
verið lögð áhersla á einstaklingsbundin vamaðaráhrif úrræðisins og að beiting þess verði ekki til þess að almenn vamaðaráhrif refsinga minnki. Þessum markmiðum sé reynt að ná með ákvæði um að samfélagsþjónusta verði því aðeins beilt að almannahagsmunir mæli ekki gegn því. Þegar þetta er kannað beinist athyglin fyrst og fremst að eðli og grófleika þess verknaðar sem dómþoli er dæmdur fyrir. I sumum tilvikum samtvinnast þetta hæfi dómþola, í öðrum tilvikum þarf svo ekki að vera. Dómþola kann því að vera synjað um samfélagsþjónustu á grundvelli þess að almannahagsmunir mæli gegn samþykki umsóknarinnar en ekki á grundvelli vanhæfis. Má sem dæmi nefna kynferðisafbrotamann, sem í sjálfu sér gæti staðið sig vel í sam- félagsþjónustu án nokkurra vandræða, en vegna eðlis brotsins er lrklegast að einstaklingshagsmunir hans yrðu að víkja. Frá upphafi hefur 4 mönnum verið synjað um samfélagsþjónustu með vísan til almannahagsmuna. Ymis önnur gróf afbrot geta komið til skoðunar í þessu sambandi, svo sem ofbeldisbrot, skemmdarverk og fíkniefnabrot. Ekki er útilokað að samþykkja að dómþoli sem dæmdur hefur verið fyrir slík afbrot gegni samfélagsþjónustu en að sjálfsögðu þarf að fara mjög varlega í sakimar auk þess sem málið þarf mjög nákvæma rannsókn. Tengist þetta mati á hæfi dómþola sem nú verður vikið að. 2.3 Hæfí I 2. mgr. 23. gr. laga um fangelsi og fangavist segir að áður en metið sé hvort dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu, þar með talið hvort líklegt sé að hann geti innt hana af hendi, skuli fara fram athugun á persónulegum högum hans. Þessi athugun felst í viðtali við dómþola þar sem kannaður er vilji og möguleiki hans á því að inna samfélagsþjónustuna af hendi. Einnig kann að vera ástæða til að afla ýtarlegri gagna svo sem læknisvottorða, vottorða sálfræð- inga, geðlækna eða annarra sérfræðinga sem hafa meðhöndlað dómþola eða geta veitt gagnlegar upplýsingar. Er það þá gert með vitund og vilja dómþola. Jafnframt er leitað til ákæruvalds og lögreglu ef ástæða þykir til. í athugasemdum við ofangreinda 23. gr., sem er efnislega samhljóða sam- svarandi ákvæði í lögum um samfélagsþjónustu, kemur fram varðandi það skil- yrði að dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu að með því sé átt við að á grundvelli persónuskýrslu sem á að taka af dómþola verði talið líklegt að hann geti staðið við sett skilyrði og að þetta úrræði teljist líklegt til að beina við- komandi inn á aðrar brautir en áframhaldandi afbrot. Hæfi umsækjanda er því byggt á heildstæðu mati. Persónulegar aðstæður dómþola og sakarferill er þar veigamikill þáttur. Ennfremur veita lögskýringargögn oft vísbendingar auk þess sem að leiða má ýmis sjónarmið af markmiðum laga. Sakarferill dómþola getur einnig gefið vísbendingar ekki síst ef um er að ræða margar svo til samfelldar afplánanir óskilorðsbundinna dóma. Hins vegar kemur það eitt að dómþoli eigi að baki langan og litríkan afbrotaferil eigi í veg fyrir að dómþoli verði metinn hæfur. Þegar um gróf afbrot er að ræða, svo sem ofbeldisbrot, er það skoðað hvort að dómþoli hafi hlotið refsingu fyrir sams- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.