Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 53
„gerst sekur um“ ótvírætt brot á almennum hegningarlögum. Þessi möguleiki var afnuminn með 3. gr. laga nr. 24/1999. Fangelsismálastofnun er nú einungis heimilt að ákvarða um skilorðsrof þegar um rof á öðrum skilyrðum reynslu- lausnar er að ræða. Er þá aðallega um að ræða rof á sérskilyrðum, svo sem skilyrði um áfengismeðferð, skilyrði um að sæta sérstakri umsjón, t.d. sál- fræðings eða geðlæknis, eða skilyrði um að neyta hvorki áfengis eða deyfilyfja. Hingað til hefur ekki verið gengið svo langt að láta dómþola afplána eftir- stöðvar refsivistar þótt þeir hafi vanrækt að láta vita af sér á reynslutíma, sbr. það skilyrði að sæta eftirliti Fangelsismálastofnunar. Reynd eru önnur vægari úrræði í staðinn. Síðasta atriðið í lögum nr. 24/1999 sem vert er að vekja athygli á er loka- málsliður 1. gr. laganna þar sem fram kemur að reynslulausn verði ekki veitt af vararefsingum fésekta en þess má geta að nokkur bréfaskipti höfðu farið fram milli dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis um það atriði áður. 3. MÁLSMEÐFERÐ Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í lögum eða reglugerð er gert ráð fyrir því að dómþoli sæki sjálfur um reynslulausn. Reynslulausnarmál er m.ö.o. ekki tekið fyrir sjálfkrafa. Verður því að líta svo á að um þetta hafi skapast venja. Ákvörð- un um reynslulausn er stjórnvaldsákvörðun en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. reglu- gerðar um fullnustu refsidóma nr. 29/1993 veitir Fangelsismálastofnun reynslu- lausn. Þykir rétt að víkja aðeins að túlkun rannsóknarreglu stjómsýslulaganna á þessu sviði. Umsókn dóntþola er upphaf og grundvöllur málsmeðferðarinnar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar frumkvæði að því að afla tiltekinna lág- marksgagna. Þau gögn em sakavottorð viðkomandi og vottorð um hegðun í refsivist. Þá er ávallt aflað upplýsinga um hvort málum sé ólokið í refsivörslu- kerfinu þar sem viðkomandi dómþoli er kærður fyrir refsiverða háttsemi. Stundum þykir tilefni til að kanna frekar persónulegar aðstæður dómþola, s.s. aðsetur, atvinnu og fjölskylduhagi. Einnig em dæmi um að læknar og sálfræð- ingar sem starfa í fangelsunum og Fangelsismálastofnun séu beðnir um skýrslu um dómþola. Ef dómþoli tilgreinir sérstakar ástæður svo sem heilsufar eða félagslegar aðstæður, án þess að styðja það gögnum, er honum gefið tækifæri á að koma þeim að og leiðbeint í því sambandi. Ekki þykir æskilegt að taka ákvarðanir um reynslulausn með löngum fyrir- vara. Miðað er við að 3 mánuðir líði að hámarki frá ákvörðun um reynslulausn til þess að fanginn losnar. Forsendur fyrir reynslulausn geta annars breyst að því marki að reynslulausn hefði ekki verið veitt við slíkar aðstæður. Ákvörðun um reynslulausn er matskennd ákvörðun þar sem oft vegast á fjölmörg jákvæð og neikvæð atriði. Aðeins eitt dæmi er um það hin síðari ár að ákvörðun um reynslulausn hafi verið afturkölluð, er enda nauðsynlegt að fara varlega í þeim efnum. Var það gert á grundvelli 2. tl. 25. gr. stjómsýslulaga með vísun til þess að forsendur reynslulausnar hafi brostið. Þann 24. desember 1999 staðfesti 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.