Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 28
verða tekin upp á ný, sbr. 2. mgr. 157. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sú heimild er bundin við tiltekin óviss réttindi sem ekki geta staðið í vegi greiðsluskyldu ábyrgðarmanns.37 Ef kröfuhafi hefur ekki þegar fyrir gjaldþrotaskipti á búi aðalskuldara tryggt sér tilskilda sönnun fyrir ógjaldfæmi hans getur kröfuhafa orðið sú sönnun tæk eftir því sem skiptameðferðinni vindur fram. Þannig væri unnt með yfirlýsingu skiptastjóra þrotabús, í kjölfar athugunar hans á eignum og réttindum búsins, að sýna fram á eignaleysi þess og væri það væntanlega fullnægjandi til að kröfu- hafi gæti gengið að ábyrgðarmanni og krafist greiðslu. Þegar gera má ráð fyrir að til úthlutunar komi leikur hins vegar meiri vafi á hvort greiðsluskyldan verði virk við það eitt að aflað sé upplýsinga um efnahag búsins þannig að áætlað verði hvað komi í hlut kröfuhafa. Ef á það verður fallist væri aðstaðan sú að kröfuhafi gæti gengið að ábyrgðarmanni og krafist greiðslu í þeim mæli sem ætla mætti að ekki fengist fullnusta við skiptin, jafnvel þannig að greiðslu- skyldan yrði virk í áföngum eftir því sem líður á skiptameðferðina og staða búsins verður gleggri. Þetta kemur síður til álita í ljósi þeirrar meginreglu ein- faldrar ábyrgðar að greiðsluskylda ábyrgðarmanns er háð því að leitað hafi verið þeirrar fullnustu sem kröfuhafi getur fengið úr hendi aðalskuldara.38 Þetta gæti einnig verið örðugt í framkvæmd þar sem með áætlanir á fyrri stigum um efnahag þrotabús getur gjaman brugðið til beggja vona. Við úrlausn þess hvort greiðsluskylda ábyrgðarmanns geti orðið virk strax við úrskurð um gjaldþrotaskipti á búi aðalskuldara skiptir máli að bú verður tekið til skipta þótt aðalskuldari geti að einhverju marki staðið skil á skuldbind- ingum sínum, sbr. 64. gr. og 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hér sem í öðmm tilvikum verður að hafa til hliðsjónar að almennt verður greiðsluskylda ábyrgðarmanns ekki virk nema leitað hafi verið þeirrar fullnustu sem fengin verður hjá aðalskuldara. Kemur því tæplega til álita að greiðslu- skylda ábyrgðarmanns geti orðið virk við það eitt að bú aðalskuldara sé tekið til gjaldþrotaskipta. Þótt úrskurður um gjaldþrotaskipti hafi gengið gæti aðstað- an hæglega verið sú að vænta megi fullnustu krafna við skiptin í meira eða minna mæli, auk þess sem þeim getur lokið á þann veg að búið verði framselt aðalskuldara til frjálsra umráða, sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991. Ef þetta er raunin er sennilegt að kröfuhafi verði að halda að sér höndum og sjá hvemig skiptunum vindur fram en í öðmm tilvikum ætti honum án teljandi dráttar eða fyrirhafnar að vera unnt að gera greiðsluskyldu ábyrgðarmanns virka með því að sýna fram á að engin fullnusta fáist við skiptin. 37 í kenningum fræðimanna hefur almennt verið lagt til grundvallar að greiðsluskylda ábyrgðar- manns verði jafnan ekki virk fyrr en skiptum á búi aðalskuldara er lokið. Sjá Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 27-28; Hans Verner Hpjrup: Kaution, bls. 11; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 27. Henry Ussing vísar til þess að réttarframkvæmdin í Danmörku hafi verið á þennan veg en telur heppilegra að víkja frá þeirri reglu. Sjá Kaution, bls. 86-87. Sjá hins vegar aðra niðurstöðu hjá Lennart Lynge Andersen og Erik Werlauff: Kreditretten, bls. 263. 38 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 226. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.