Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 61
þessa leið brotið gegn stjórnarskránni. Verður vikið að þessu í lok umfjöll- unarinnar. 2. SAMFÉLAGSPJÓNUSTA SAMKVÆMT IV. KAFLA LAGA UM FANGELSI OG FANGAVIST 2.1 Skilyrði í IV. kafla laga um fangelsi og fangavist er fjallað um samfélagsþjónustu. Þar segir í 22. gr. að hafi maður verið dæmdur í allt að sex mánaða óskilorðsbundna refsivist sé heimilt, ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því, að fullnusta refsinguna með ólaunaðri samfélagsþjónustu frá 40 og allt að 240 klukkustunda vinnu. Sé um refsivist að ræða samkvæmt fleiri en einum dómi má samanlögð refsing eigi vera lengri en sex mánuðir. Þegar um er að ræða blandaða dóma, þ.e. þegar hluti refsivistar er skilorðsbundinn, má heildarrefsivistin samkvæmt dóminum eigi vera lengri en sex mánuðir. í 23. gr. eru talin upp skilyrði þess að samfélagsþjónusta komi til álita. Þau eru að dómþoli hafi óskað eftir því skriflega við Fangelsismálastofnun eigi síðar en hálfum mánuði áður en hann átti upphaflega að hefja afplánun refsi- vistar að gegna samfélagsþjónustu í stað afplánunar. Að dómþoli eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað. Og að lokum að hann teljist hæfur til samfélags- þjónustu. Dómþoli sem uppfyllir fyrrgreint skilyrði um þyngd refsingar fær með boðunarbréfi sínu sent ítarlegt upplýsingablað um samfélagsþjónustu ásamt umsóknareyðublaði. Þar sem stíft er tekið á umsóknarfrestinum er vakin sérstök athygli á honum í bréfinu. í 2. mgr. 24. gr. laganna er að finna undantekningar- ákvæði þar sem heimilað er að víkja frá tímafrestinum ef sérstakar ástæður mæla með því. Samkvæmt venju er ákvæðið skýrt þröngt og hefur í fram- kvæmd sjaldan reynt á það. 2.2 Almannahagsmunir Það er einfalt að kanna hvort hlutlæg skilyrði samfélagsþjónustu séu fyrir hendi. Séu þau ekki uppfyllt er umsóknin ekki tekin til efnislegrar meðferðar að undanskildum þeim tilvikum þegar látið er reyna á fyrrgreint undantekningar- ákvæði. Það þarf hins vegar nákvæmrar skoðunar við þegar að hinu huglæga mati kemur. Er þá átt við mat á því hvort almannahagsmunir mæli gegn fulln- ustu með samfélagsþjónustu svo og hvort að dómþoli teljist hæfur til að gegna henni. í frumvarpi til laga um viðauka við almenn hegningarlög, sem var lagt fram upphaflega, er fjallað um almannahagsmuni og er það sem þar segir tekið orð- rétt í frumvarp til laga um samfélagsþjónustu. Þar segir að ein af grundvallar- forsendum viðurlagakerfisins sé að refsingar hafi almenn og einstaklingsbundin vamaðaráhrif í för með sér. Þar sem samfélagsþjónusta hafi verið tekin upp hafi 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.